Lögmannablaðið - 2019, Page 31

Lögmannablaðið - 2019, Page 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 31 Séu sambærilegar upplýsingar um karlkyns lögmenn skoðaðar kemur í ljós að hlutfall karlkyns lögmanna sem eru sjálfstætt starfandi er 58% og hefur hækkað um tvö prósentustig frá árinu á undan þegar það var 56%. Hins vegar lækkaði hlutfall karlkyns lögmanna sem starfa sem fulltrúar um eitt prósentustig, fór úr 15% í 14%. Sama þróun átti sér stað meðal lögmanna sem starfa hjá fyrirtækjum og félagasamtökum, þar sem hlutfallið lækkaði úr 17% í 16% á milli áranna 2018 og 2019. Hins vegar hækkaði hlutfall karlkyns lögmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum úr 6% í 7%. Loks lækkaði hlutfall karlkyns lögmanna sem eru hættir störfum sökum aldurs eða veikinda úr 6% í 5%. Sjálfstætt starfandi 56% Fulltrúar lögmanna 15% Ríki og sveitarfélög 6% Fyrirtæki og félagasamtök 17% Hættir störfum 6% Sjálfstætt starfandi 58% Fulltrúar lögmanna 14% Ríki og sveitarfélög 7% Fyrirtæki og félagasamtök 16% Hættir störfum 5% Skipting (%) karlkyns félagsmanna í LMFÍ 2018 eftir því hvar þeir starfa Skipting (%) karlkyns félagsmanna í LMFÍ 2019 eftir því hvar þeir starfa Sjálfstætt starfandi 35% Fulltrúar lögmanna 24% Ríki og sveitarfélög 11% Fyrirtæki og félagasamtök 30% Hættir störfum0% Skipting (%) kvenkyns félagsmanna í LMFÍ 2019 eftir því hvar þeir starfa Séu framangreindar upplýsingar dregnar saman má sjá að svipuð þróun hefur átt sér stað varð andi starfsvettvang karlkyns og kvenkyns lögmanna á milli ára, þ.e. hlutfall sjálfstætt starfandi lögmanna og lögmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hækkar á milli ára hjá báðum kynjum á sama tíma og hlutfall fulltrúa og lögmanna sem starfa hjá fyrirtækjum og félagasam tökum hefur lækkað. Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.