Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 13

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 13
13 Kirkjuþing getur breytt starfsreglum og búið til nýjar. Alþingi breytir lögum, líka um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þau lögfræðiálit sem hér hefur verið vitnað til eru byggð á lögum og reglum. Ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á því á kirkjuþingi að búa til nýjar starfsreglur eða bæta þær sem fyrir eru eða samþykkja það að fara fram á lagabreytingu á Alþingi. Við getum ekki haft hlutina eftir okkar hugmyndum nema þær eigi sér stoð í lögum og reglum. Þessu vil ég koma á framfæri við kirkjuþing, sérstaklega nýja fulltrúa og þau sem kosin verða í nýtt kirkjuráð. Það má ekki gerast aftur að ágreiningur komi upp um valdsvið kirkjuþings, kirkjuráðs eða biskupsembættisins. Við VERÐUM öll að vinna saman að því að koma fagnaðarerindinu til skila. Vinna eftir því umboði sem við höfum fengið frá þeim sem kusu okkur og þeim Guði sem hefur kallað okkur til þjónustunnar. Þetta veit ég að allir eru sammála um. Þetta er þegar upp er staðið ekki spurning um völd heldur ábyrgð og þjónustu og að farvegur lífsins lindar sé þekktur og án hindrana. Sameining prestakalla Á þessu kirkjuþingi eru meðal annars lagðar fram tillögur að nýrri skipan þjónustunnar. Að prestaköll verði sameinuð. Biskupafundur leggur þær fram og lætur fylgja í skjali aðrar tillögur fyrir landið allt sem ekki eru lagðar fram á þessu þingi. Biskupafundur ákvað að gera þetta svona að leggja nú aðeins fyrir tillögur fyrir þau prestaköll þar sem vitað er að breytingar eru í vændum næsta árið. Almennt hefur þessari nýju hugsun, sem reyndar er ekki ný, kom að minnsta kosti fram árið 1974 og kannski fyrr, þessari hugsun hefur verið vel tekið. Niðurstöður í starfsumhverfiskönnun presta sem gerð var árið 2016 styður þessa hugsun um aukna samvinnu kirkjunnar þjóna. Prestar vilja almennt vinna meira saman, eiga faglegt samráð við hvern annan og þurfa ekki að bera einir ábyrgð á öllum þeim fjölmörgu málaflokkum sem prestar sinna meðal sóknarbarna sinna. Faglegheit munu aukast þegar prestahópurinn samanstendur af prestum sem hafa jafnvel sérmenntun á ýmsum sviðum prestsþjónustunnar, hæfileikar hvers og eins njóta sín betur og nýtast fleiri sóknarbörnum. Þau sem reynt hafa geta vitnað um það. Auðvitað eru ýmis atriði sem þarf að huga að þegar breytingar eiga sér stað. Eins og málið er lagt upp núna þá er gert ráð fyrir að prestar búi enn á þeim prestssetrum sem enn eru fyrir hendi. Að kjörnefndir prestakallsins, hvar í eiga sæti fulltrúar allra sóknarnefnda, kjósi prestana og að sóknirnar haldist óbreyttar sé það vilji sóknarbarna. Breyting á starfi í sóknunum breytist ekki nema sóknarbörnin óski eftir því eða eitthvað ófyrirséð komi upp. Umhverfismál Á kirkjuþinginu í fyrra var samþykkt ný umhverfisstefna. Í greinargerð með umhverfisstefnunni stendur m.a.: „Allar manneskjur þurfa að vinna saman að því að snúa við neikvæðri þróun á umhverfi og náttúru og reyna að finna sjálfbærar lausnir á umhverfisvandanum. Slík samstaða vekur von um að hægt sé að sporna gegn frekari loftslagsbreytingum og náttúruvá af hennar völdum. Samkvæmt kristnum mannskilningi er ímynd Guðs að finna í hverri manneskju, slík samstaða eflir vonina um að skapa sameiginlega framtíð allra. Sömuleiðis eru allar manneskjur ábyrgar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.