Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 14

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 14
14 15 fyrir umhverfisvánni sem við stöndum frammi fyrir. Fræðslu og þekkingu um stöðu mála þarf að miðla til allra til að vekja fólk til vitundar um umhverfisvána og hvetja fólk til náttúruverndar.“ Í umhverfisstefnunni er aðgerðaráætlun og eftir henni hefur verið farið. Handbók um umhverfisstarf í kirkjunni er komin á veraldarvefinn og bæklingurinn Græni söfnuðurinn okkar hefur farið í dreifingu. Vil ég þakka umhverfishópnum og verkefnisstjóranum sr. Halldóri Reynissyni fyrir vinnuna og framkvæmdina alla. Hvað skyldu mörg kolefnisfótspor hafa verið stigin á ferð okkar hingað í dag, hvað kosta þau og hversu mörgum trjám þarf að planta vegna ferðalagsins? Kolefnisfótsporin er hægt að reikna. Ein ferð fram og til baka til Akureyrar kostar 366 krónur ef um bensínbíl er að ræða og meðaleyðslu á kílómetra en 422 krónur ef um díselbíl er að ræða og gróðursetja þarf tvö tré. Flugferðin kostar 219 krónur og eitt tré. Við þurfum að gróðursetja all nokkur tré samanlagt til að bæta fyrir losun kolefnis út í andrúmsloftið ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm og fara eftir umhverfisstefnunni sem samþykkt var hér í fyrra. Þetta vekur meðal annars til umhugsunar hvort hægt sé að fækka fundum sem fólk kemur til víðs vegar að. Einnig vekur það spurningu um hvort nota eigi frekar þá tækni sem veraldarvefurinn býður upp á til samtals. Það kostar minna í peningum talið og minni kolefnislosun. Alla vega er ljóst að við verðum að breyta um lífsstíl ef mannlíf á að þrífast í framtíðinni um alla jörð. Hér á þessu kirkjuþingi verður ekki dreift útprentuðum blöðum með tillögum og breytingartillögum nema til þeirra sem óskað hafa eftir því. Allar tillögur og breytingartillögur og endanlegur texti er aðgengilegur í hinu rafræna skjalavistunarkerfi. Við þurfum ekki að flytja með okkur afurðir skógarins heim í hlað, aðeins eina tölvu. Fræðslumál Hér á þessu kirkjuþingi verður lögð fram ný fræðslustefna. Áhersluatriði hennar til næstu tveggja ára eru umhverfismál og skírnin. Umhverfismálin eru í kirkjunni skoðuð með gleraugum vistguðfræðinnar. Í vistguð- fræði er sjónum meðal annars beint að siðferðilegri ábyrgð mannsins gagnvart sköpunar- verkinu. Þjóðkirkjan var gestgjafi Alkirkjuráðsins sem hélt ráðstefnu í fyrra um réttlátan frið við jörðina og fulltrúar hennar tóku líka þátt í Artic Circle og í síðasta mánuði funduðu höfuðbiskupar Norðurlandanna um umhverfismál og tóku þátt í málþingi um framtíð norðurskautsins á Artic Circle ráðstefnunni. Einnig stóðu guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands og stofnun Sigurbjörns Einarssonar fyrir málstofu á ráðstefnunni um umhverfismál. Biskuparnir prédikuðu í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hallgrímskirkju spurði Andrés Arnalds landgræðslusérfræðingur, „hver talar fyrir móður jörð?“ Tvö undanfarin ár hefur þjóðkirkjan tekið þátt í tímabili sköpunarverksins „Season of Creation“ sem er grasrótarhreyfing kirkjufólks sem ann sköpuninni. Fræðsla um skírnina verður líka í brennidepli næstu tvö árin hjá þjónustusviði biskupsstofu. Sífellt færri foreldrar velja það að fela barnið sitt Guði og láta skíra það. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Lúterskar systurkirkjur okkar flytja okkur fréttir af því sama. Ekki hefur verið gerð rannsókn á því hvað veldur né hve mörg börn eru skírð af þeim sem fæðast hér á landi. Á kirkjuþingi 2016 var samþykkt að skipa starfshóp um skírnarfræðslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.