Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 24

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 24
24 25 Kirkjuráð samþykkir yfirmatsgerðina og felur lögmönnum sínum að ganga til samninga um málið á grundvelli hennar. Þá var lagt fram erindið Hörgársveit, Glæsibær, aðalskipulag, skipulagslýsing. Kirkjuráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna og tekur undir álit kirkjugarðaráðs um hana, dags. 4. apríl 2018. Kirkjuráð bendir á að eðlilegt sé að leita álits sóknarnefndar Möðruvallaklaustursóknar og kirkjugarðsstjórnar. Þá var lagt fram erindið Langanesbyggð, Skeggjastaðir, ljósleiðaralagning. Kirkjuráð fellst á erindið og veitir heimild til að Langanesbyggð leggi ljósleiðara um land kirkjumálasjóðs að Skeggjastöðum. Kirkjuráð samþykkir jafnframt að óska eftir að fá ljósleiðarann tengdan við fasteign sjóðsins að Skeggjastöðum, sbr. erindið. Þá var lagt fram erindi varðandi aðalfund Veiðifélags Árnesinga. Kirkjuráð samþykkir að fela Drífu Kristjánsdóttur formanni Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnesinga umboð til að fara með atkvæði Kirkjumálasjóðs í veiðifélaginu vegna jarðanna Mosfells og Skálholts á aðalfundi veiðifélagsins 2018. Að lokum var lagt fram erindi fráfarandi sóknarprests að Laufási í Eyjafirði varðandi tímabundna nýtingu útihúsa í námsleyfi sínu. Kirkjuráð samþykkir erindið enda gangi það ekki gegn hagsmunum kirkjumálasjóðs. (2)77. fundur kirkjuráðs sem haldinn var hinn 27. apríl 2018 var aukafundur og þar engin fasteignamál á dagskrá. Á (2)78. fundi hinn 15. maí 2018 var samþykkt tillaga fasteignahóps um viðhald prestbústaðarins að Holti í Önundarfirði. Þá var jafnframt staðfest umboð sóknarprestsins í Vopnafirði til setu í stjórn veiðifélags Hofsár. Einnig var samþykkt afgreiðsla starfshópsins varðandi breytingar á lóðamörkum í Reykholti og ábúanda falið að leiða málið til lykta. Lagt var fram erindi varðandi leyfi til fornleifarannsókna á jörðinni Odda á Rangárvöllum og leyfið samþykkt. Að lokum var lagt fyrir málið Valþjófsstaður, línulögn. Málið hafði áður verið á dagskrá 276. fundar og þar samþykkt. Fram hafði komið nýtt og hærra tilboð um bætur vegna línulagnar um jörðina. Kirkjuráð samþykkir hið breytta tilboð og áritar það til samþykkis landeiganda. Kirkjuráð felur framkvæmdastjóra að undirrita önnur skjöl málsins. Á (2)79. fundi hinn 12. júní 2018 var tekið fyrir málefni er varðar hlunnindi prestssetursjarða, tillaga fasteignahóps þess efnis að hópnum verði falið að leggja fram hugmyndir, komi ekki fram tillögur frá nefndinni sem skipuð var árið 2016 svo kirkjuráð geti lagt málið fyrir komandi kirkjuþing 2018. Tillaga starfshópsins samþykkt. Að lokum samþykkti kirkjuráð erindi Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi lagningu ljósleiðara að Mælifelli. Á (2)80. fundi hinn 21. ágúst 2018 var tekin fyrir fundargerð kirkjustarfs- og fasteignahóps kirkjuráðs, dags. 20. ágúst 2018. Tekið fyrir erindi leigjanda kirkjumálasjóðs varðandi viðhald Valþjófsstaðar. Kirkjuráð samþykkir tillögu starfshópsins um að honum verði heimilaðar lagfæringar á útihúsum á eigin kostnað. Tekið fyrir kauptilboð kirkjumálasjóðs í fasteignina Sunnuvegur 4 á Þórshöfn. Kirkjuráð staðfestir kauptilboðið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá kaupunum. Tekið fyrir málið Reykholtsskógar, samningur um leigu lands og ræktun skóga. Samningurinn lagður fram. Kirkjuráð staðfestir samninginn og fagnar verkefninu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.