Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 25

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 25
25 Á (2)82. fundi hinn 9. október var tekin fyrir fundargerð kirkjustarfs- og fasteignahóps kirkjuráðs, dags. 8. október 2018. Tekinn var fyrir liður 2, hlunnindi af prestssetursjörðum. Lögð fram tillaga starfshópsins að breytingu á 23. gr. starfsreglna nr. 950/2009. Kirkjuráð samþykkir að tillagan verði lögð fyrir komandi kirkjuþing. Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála voru til umfjöllunar á alls ellefu fundum á starfsárinu. Á (2)72. fundi hinn 12. desember 2017 var lögð fram fundargerð fjármálahóps kirkjuráðs 8. desember 2017 ásamt tillögum um fjárhagsáætlanir biskupsstofu, kirkjumálasjóðs, Kristnisjóðs, Jöfnunarsjóðs sókna, Skálholtsstaðar og Tónskóla þjóðkirkjunnar 2018. Kirkjuráð samþykkti þær með fyrirvara um framlög á fjárlögum. Áætlanirnar voru birtar sem fylgiskjöl með fundargerð fundarins. Þá voru lagðir fram ársreikningar kirkju- málasjóðs og Hjálparstarfs kirkjunnar. Á (2)73. fundi hinn 9. janúar 2018 var tekin fyrir og samþykkt fjárhagsáætlun Skálholts. Á (2)74. fundi hinn 20. febrúar 2018 var tekinn fyrir ársreikningur kirkjumálasjóðs fyrir árið 2016 og samþykktur. Jafnframt samþykkt tillaga um að fjármálahópur kirkjuráðs vinni tillögur um að snúa við halla sjóðsins. Á (2)76. fundi hinn 10. febrúar 2018 voru lögð fram drög að húsaleigusamningi vegna Laugavegar 31. Kirkjuráð fól framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum. Á (2)79. fundi hinn 12. júní 2018 var tekin fyrir fundargerð fjármálahóps frá 8. júní. Tekinn fyrir 3. liður, Egils staðakirkja, styrkur til viðhalds. Sam þykktur styrkur úr Jöfn unar sjóði sókna að fjárhæð 5 m.kr. á þessu ári. Jafnframt samþykkt vilyrði fyrir 10 m.kr. styrk árin 2019 og 2020 gegn staðfestingu viðskiptabanka sóknarinnar á fjár mögnun fram kvæmdarinnar. Á (2)81. fundi hinn 20. september 2018 var lagður fram þjónustusamningur vegna Strandarkirkju. Kirkjuráð ályktar að fela framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum. Á (2)83. fundi hinn 29. október 2018 voru lagðar fram rekstraráætlanir biskupsstofu og sjóða og stofnana þjóðkirkjunnar fyrir árið 2019 og ályktaði kirkjuráð að þeim skyldi vísað til kynningar á komandi kirkjuþingi og eftir atvikum til umfjöllunar í fjármálahópi kirkjuráðs að því loknu, til undirbúnings endanlegrar ákvörðunar á desemberfundi ráðsins. Önnur verkefni en þau er varða fjármál og fasteignir Málefni Skálholts Málefni Skálholts voru til umfjöllunar með einum eða öðrum hætti á níu fundum kirkjuráðs á kirkjuþingsárinu. Á (2)72. fundi hinn 12. desember 2017 var kynnt arkitektasamkeppni vegna breytinga á vígslubiskupshúsi í Skálholti og ákveðið var að sækja um styrk úr húsafriðunarsjóði 2018 vegna verkefnisins: Viðgerð á gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtsdómkirkju. Þá var kynntur samstarfssamningur við Alta, ráðgjafarfyrirtæki vegna uppbyggingar í Skálholti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.