Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 32
32 33
sóknargjöldum og að fjármagna stór verkefni. En tilfinningin af þessum eftirhrunsárum
er góð, þrátt fyrir allt. Við unnum verkefni sem urðu kirkjunni til góðs.
Kostnaður við Daginn í dag DVD útgáfuna (3 DVD diskar, íslenskt efni) var um 30
milljónir – sala og styrkir skiluðu um 27 milljónum, rest ásamt hlutdeild í föstum kostnaði
(t.d. launum) ber Kirkjuhúsið.
HVER ER STAÐAN Í DAG?
Fjárhagsstaða er þokkaleg í dag, tekjur 2017 rúmlega 61 milljón og gjöld um 58 milljónir.
Endanleg niðurstaða í lok apríl. Tekjurnar hafa dregist saman á 9 árum.
KIRKJUHÚSIÐ – SKÁLHOLTSÚTGÁFAN ER Í EIGU ÞJÓÐKIRKJUNNAR
Hún er hluti af starfsumhverfi þjóðkirkjunnar, eins og sóknir landsins og aðrar stofnanir
hennar, og sett á stofn til að þjóna þjóðkirkjunni, sóknum landsins og almenningi með
þjónustu, útgáfu og verslun á kristnum grunni.
Prestastéttin hefur umvafið þessa kirkjustofnun með uppörvun og væntumþykju en
það dugar ekki lengur eitt og sér.
Það er ljóst að þjóðkirkjan væntir þess að fá meiri tekjur af því húsnæði sem Kirkjuhúsið
– Skálholtsútgáfan er í. Því er kominn tími til að kirkjustjórnin meti hvort þörf sé fyrir
þjónustumiðstöð, verslun fyrir almenning og kristið útgáfufélag í þeirri mynd sem hún
hefur verið rekin frá upphafi og taki ákvörðun eftir því með framhaldið.
Framkvæmdastjórinn hefur alveg sama kjarkinn (hvaðan sem hann nú kemur!). Mikið
vinnuálag, tveir starfsmenn, vinnutími lengist fram í frítíma og alltaf með verkefni heima.
Hins vegar eru stór verkefni framundan þetta ár, þar má meðal annars nefna útgáfu á
nýrri skírnarkveðju (minningabók frá fæðingu til fermingar) nú í vor og útgáfa nýrrar
sálmabókar sem Skálholtsútgáfan hefur unnið að frá því árið 2012 og síðari ár í samstarfi
við Sálmabókarnefnd þjóðkirkjunnar. Þau verkefni munu klárast undir stjórn núverandi
framkvæmdastjóra en hún telur að þeim verkefnum ljúki eigi síðar en 1. apríl 2019. Vert
væri að skoða þessi mál nú þegar.
STJÓRNARMÁLEFNI
Stjórn Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar er afar fórnfúst og gott fólk. Leggur mikið á
sig fyrir stofnuna og vinnur ótal verkefni. Sérstaklega má nefna framkvæmdanefndina,
Hrein stjórnarformann, Elínu Elísabetu og Höllu Jónsdóttur en við hittumst mjög oft
enda erum við útgáfuráðið. Nú bætist Sigfús þar inn sem verkefnisstjóri fræðslusviðs og
stjórnarmaður. Sérstaklega vil ég þakka Hreini S. Hákonarsyni sem er vakinn og sofinn
yfir þessari stofnun. Fjárhagsleg ábyrgð er framkvæmdanefndar en í raun ber ég sjálf á
allan hátt ábyrgð á fjárhagi, að allt gangi vel og allt gangi upp. Erum „nonprofit“ og viljum
gera upp kringum núllið.
Við höfum lengi haft mikið frumkvæði og framkvæmt ótrúlegustu hluti. Það sem
kannski margir átta sig ekki á er að þótt við séum stofnun á vegum kirkjunnar þá þurfum
við til dæmis að selja fyrir launum og launatengdum gjöldum, húsnæði, aðföngum,
innflutningi, nýsköpun, prentun, kynningu og auglýsingum og svo framvegis. Kirkjuhúsið