Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 34
34 35
KIRKJUHÚSIÐ – VERSLUN
Viðskiptavinir Kirkjuhússins, verslunar er alls konar fólk! Þverskurður Íslendinga á öllum
aldri. Það getur verið sérstakt að upplifa djúpa sorg og máttleysi, vanlíðan og vantrú en
einnig trú, von og kærleika fólks. Það virðist sem verslunin virki þannig á fólk að það opni
sig og segi sögu sína og þá er eins gott að gefa sér tíma til að hlusta. Við erum duglegar að
vísa á presta til sálgæslu og á það er hlustað. Oft kemur verslunin fólki þægilega á óvart
og við fáum svo sannarlega hrós fyrir mikið vöruúrval. Í Kirkjuhúsinu fæst lesefni um
kristna trú, barnabækur, geisladiskar og DVD efni fyrir börn og fullorðna, fræðsluefni
fyrir kirkjustarf, ýmis konar aðföng fyrir kirkjur, gjafavara og ýmislegt fleira. Mikið úrval
skírnargjafa fæst í Kirkjuhúsinu.
HEIMASÍÐA
Heimasíða okkar kirkjuhusid.is og skalholtsutgafan.is er jafnframt sölusíða.
Hún er mikið skoðuð og verðum við varar við að nýir viðskiptavinir eru oft búnir
að renna vel yfir vöruúrval áður en mætt er á Laugaveginn. Á heimasíðunni er meðal
annars finna yfirlit og umfjöllun yfir útgáfu á vegum Skálholtsútgáfunnar annað en það
sem sérstaklega er gefið út fyrir fræðslustarf kirkjunnar.
Reykjavík, 20. febrúar 2018
Edda Möller
Hreinn S. Hákonarson, stjórnarformaður Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar.