Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 45
45
3. mál kirkjuþings 2018
Flutt af kirkjuráði
Þingsályktun
við drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til laga um
breytingu á lögum um helgidagafrið nr. 32/1997
Kirkjuþing 2018 samþykkir að umsögn sú um frumvarp dómsmálaráðuneytisins, sem fram
kemur í nefndaráliti löggjafarnefndar þingsins á þskj. 66 verði send dómsmálaráðherra.
Nefndarálit
við drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til laga
um breytingu á lögum um helgidagafrið nr. 32/1997
Frá löggjafarnefnd
Með bréfi, dags. 24. september 2018, tilkynnti dómsmálaráðuneytið biskupsstofu að
í ráðuneytinu hefði verið unnið að breytingu á lögum um helgidagafrið nr. 32/1997.
Samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti nr. 98/1997 (þjóðkirkjulög)
skal ráðherra leita umsagna og tillagna kirkjuþings um lagafrumvörp um kirkjuleg málefni
er hann hyggst flytja á Alþingi.
Með ofangreindu bréfi fylgdu drög að framangreindu lagafrumvarpi.
Í þessu sambandi vill löggjafarnefnd kirkjuþings taka fram eftirfarandi:
Löggjafarnefnd vill lýsa yfir almennum stuðningi við markmið frumvarpsins. Í frumvarps-
drögum ráðuneytisins er m.a. lagt til að II. kafli núgildandi laga um helgidagafrið verði
felldur brott og ákvæðum hans komið fyrir í þjóðkirkjulögum.
Bent skal á að þjóðkirkjulögin fjalla einvörðungu um mál sem að hefðbundnum skilningi
falla undir ytri mál þjóðkirkjunnar. Samkvæmt gildandi þjóðkirkjulögum og mun eldri hefð
fer þjóðkirkjan sjálf með innri málefni sín, þar með öll mál sem lúta að guðsþjónustuhaldi.
Á því sviði skipa helgidagar þjóðkirkjunnar eðli máls samkvæmt mikilvægan sess. Um
innri mál af þessu tagi er fjallað í samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar sem
kirkjuþing samþykkir. Því er eðlilegt að um helgidaga þjóðkirkjunnar sé fjallað í þessum
samþykktum, sbr. XV. kafla samþykktanna, en ekki í þjóðkirkjulögunum.
Markmið með síðari kafla frumvarpsins er eins og fram kemur í greinargerð einkum að
skýra orðalag í 1. mgr. 6. gr. laga um 40 stunda vinnuviku, þ.e. orðalagið: „Frídagar eru
helgidagar þjóðkirkjunnar […]“. Telja má þar upp frídagana á eftirfarandi hátt: