Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 46
46 47
Frídagar eru:
1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, upp-
stigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18:00 og jóladagur.
4. Sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní og gamlársdagur frá kl. 13.00.
Ljóst er að ákvæði um helgidaga þjóðkirkjunnar í þjóðkirkjulögum mundi raska „stíl“
þeirra laga. Það sem er þó verra er að nái sú breyting fram að ganga sem lögð er til í
frumvarpinu er raskað þeim hefðbundna skilningi sem ríkt hefur um aðgreiningu innri og
ytri mála þjóðkirkjunnar og þar með dregið úr sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti hennar.
Slíkt orkar mjög tvímælis miðað við þá stefnu sem ríkt hefur og talið er að haldið skuli fast
við í framtíðinni.
Vídalínskirkju, Garðabæ, 6. nóvember 2018.
Steindór R. Haraldsson, formaður
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Arna Grétarsdóttir
Axel Árnason Njarðvík
Bryndís Malla Elídóttir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson
Skúli S. Ólafsson
Stefán Magnússon