Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 63
63
15. mál kirkjuþings 2018
Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur, Elínborgu Gísladóttur Guðmundi Þór Guðmundssyni,
Guðrúnu Karls Helgudóttur, Hreini S. Hákonarsyni, Jónínu Ólafsdóttur, Ólöfu Margréti
Snorradóttur, Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur og Örnu Grétarsdóttur
Starfsreglur um breytingu á starfsreglum
um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. starfsreglnanna:
a) Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
Hver sá sem fullnægir skilyrðum 1. mgr. skal hafa óflekkað mannorð.
Enginn skv. 2. mgr. telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert
brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi sem dómur er upp kveðinn
og þar til afplánun er að fullu lokið.
b) 2. mgr. verður 4. mgr.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.