Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 73
73
22. mál kirkjuþings 2018
Flutt af kirkjuráði
Starfsreglur
um breytingar á ýmsum starfsreglum kirkjuþings samkvæmt heimildum í lögum um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum
I. KAFLI
Breyting á starfsreglum um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar
nr. 730/1998, með síðari breytingum.
1 . gr.
■,Orðið „og“ í 35. gr. starfsreglnanna fellur brott.
II. KAFLI
Breyting á starfsreglum um djákna nr. 738/1998, með síðari breytingu.
2. gr.
5. gr. starfsreglnanna orðast svo:
■Þegar djákni er ráðinn til starfa af sóknarnefnd gilda að öðru leyti ákvæði starfsreglna
um sóknarnefndir nr. 1111/2011, með síðari breytingum.
III. KAFLI
Breyting á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta og vegna prófastsstarfa
nr. 819/1999, með síðari breytingum.
3. gr.
Í stað orðsins „presta“ í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. starfsreglnanna kemur: sóknarpresta.
4. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum falla brott.
IV. KAFLI
Breyting á starfsreglum um sérþjónustupresta sem ráðnir eru á vegum stofnana
og félagssamtaka nr. 824/1999, með síðari breytingu.
5. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum fellur brott.
V. KAFLI
Breyting á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breytingum.
6. gr.
Í stað orðanna „starfsreglur um kirkjuþing“ í 1. mgr. 5. gr. starfsreglnanna kemur:
starfsreglur um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009, með síðari breytingum.