Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 76
76 77
VII. KAFLI
Starfsreglur um kirkjur og safnaðarheimili nr. 822/2000, með síðari breytingum.
14. gr.
Á eftir orðunum og tölustöfunum „reglugerðar um Jöfnunarsjóð sókna nr. 206/1991“ í
e)-lið 1. gr. starfsreglnanna kemur: , með síðari breytingum.
15. gr.
Í stað orðsins „þjóðminjavarðar“ í 3. mgr. 6. gr. starfsreglnanna kemur: Þjóðminjasafns
Íslands, sbr. 2. og 6.-9. gr. laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, með síðari
breytingum.
16. gr.
Í stað orðanna „þjóðminjavarðar, sbr. gildandi þjóðminjalög á hverjum tíma“ í síðari málsl.
2. mgr. 12. gr. starfsreglnanna kemur: Þjóðminjasafns Íslands, sbr. 2. og 6.-9. gr. laga um
Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, með síðari breytingum.
17. gr.
22. gr. starfsreglnanna fellur brott.
VIII. KAFLI
Starfsreglur um þjálfun djáknaefna nr. 843/2003.
18. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum fellur brott.
IX. KAFLI
Starfsreglur um leikmannastefnu nr. 874/2004, með síðari breytingu.
19. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum fellur brott.
X. KAFLI
Starfsreglur um samkirkjunefnd þjóðkirkjunnar nr. 1006/2005.
20. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum fellur brott.
XI. KAFLI
Starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 956/2006.
21. gr.
Á eftir 3. málsl. 2. mgr. 7. gr. starfsreglnanna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo:
Héraðsfundi er þó heimilt að kjósa annan fulltrúann til eins árs, þannig að leikmaður
verði eftirleiðis kosinn annað hvort ár og prestur hitt. Sama gildir þá um varamenn
þeirra.