Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 79
79
34. gr.
1. málsl. 3. mgr. 12. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Nýkjörið kirkjuþing kýs til annarra þeirra nefnda og trúnaðarstarfa sem kveðið er á um í
starfsreglum, samþykktum eða ályktunum frá kirkjuþingi svo og í lögum.
35. gr.
Í stað tölustafsins „3“ í 7. mgr. 28. gr. starfsreglnanna kemur: 4.
XVI. KAFLI
Starfsreglur um presta nr. 1110/2011.
36. gr.
Á eftir orðinu „Þjóðskrár“ í 2. mgr. 9. gr. starfsreglnanna kemur: Íslands.
XVII. KAFLI
Starfsreglur um sóknarnefndir nr. 1111/2011, með síðari breytingum.
37. gr.
Í stað orðsins „þjóðminjalaga“ í 5. tölul. 6. gr. starfsreglnanna kemur: laga um menningar-
minjar nr. 80/2012, með síðari breytingu.
38. gr.
Í stað orðsins „prófastsdæma“ í 2. mgr. 8. gr. starfsreglnanna kemur: vegna prófastsstarfa
nr. 819/1999, með síðari breytingum.
XVIII. KAFLI
Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum.
39. gr.
13. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Komi fram ósk um almenna kosningu í prestakalli, eftir að embætti prests hefur verið auglýst
laust til umsóknar, skal orðið við henni, ef að minnsta kosti fjórðungur atkvæðisbærra
sóknarbarna ber hana fram. Fjöldi atkvæðisbærra sóknarbarna miðast við þá sem eru
skráðir í þjóðkirkjuna í prestakallinu samkvæmt þjóðskrá og eru fullra 16 ára við birtingu
auglýsingarinnar. Biskupsstofa leggur fram lista yfir þessi sóknarbörn.
Eigi síðar en 14 dögum eftir birtingu auglýsingar skv. 1. mgr. skal biskupi Íslands berast
skrifleg ósk um hina almennu prestskosningu. Meðfylgjandi skal vera listi með skriflegum
undirskriftum hinna kosningarbæru sóknarbarna. Biskupsstofu er heimilt að óska eftir að
listinn sé enn fremur afhentur á tölvutæku formi.
Rísi ágreiningur um hvort almenn prestskosning skuli fara fram eða um framkvæmd
hennar að öðru leyti skal fjallað um málið, eftir því sem við á, samkvæmt starfsreglum um
kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017. Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar úrskurðar um ágreining
skv. 19.-23. gr. þessara starfsreglna.
Almenn prestskosning skal vera leynileg, sbr. þó 3. mgr. 15. gr.