Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 80
80 81
40. gr.
14. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Kjörstjórn við almennar prestskosningar er sú sama og kjörstjórn þjóðkirkjunnar
samkvæmt 19. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017.
Jafnskjótt og biskupi Íslands hafa borist skriflegar óskir um almenna kosningu í prestakalli,
frá tilgreindum fjölda atkvæðisbærra sóknarbarna, sbr. 1. og 2. mgr. 13. gr., skal hann
tilkynna kjörstjórn það skriflega.
Kjörstjórn er heimilt að fela hlutaðeigandi prófasti eða öðrum starfsmönnum þjóð-
kirkjunnar að annast undirbúning og framkvæmd kosningar á ábyrgð kjörstjórnar.
Biskupsstofa skal láta kjörstjórn í té þá nauðsynlegu aðstöðu og þjónustu sem óskað er
eftir við almenna prestskosningu.
41. gr.
Í stað orðanna og tölustafanna „kosningu kirkjuþings nr. 301/2013“ í 3. mgr. 15. gr.
starfsreglnanna kemur: kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017.
42. gr.
Ákvæða til bráðabirgða í starfsreglunum orðast svo:
Á árinu 2019 skulu aðalmenn og varamenn þeirra kosnir í kjörnefndir prestakalla til
fjögurra ára. Eigi síðar en á aðalsafnaðarfundi eða safnaðarfundi viðkomandi sóknar skal
þessari kosningu lokið.
XIX. KAFLI
43. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Athugasemdir við tillögu þessa.
Með tillögu þessari hefur kirkjuráð farið yfir allar gildandi starfsreglur þjóðkirkjunnar.
Tilgangur þessa var að leiðrétta villur sem slæðst höfðu með við samningu nokkurra
starfsreglna á tæplega tuttugu ára tímabili. Í tillögunni felast enn fremur breytingar
á starfsreglum, þar sem breytt lög eða ný frá Alþingi krefjast þess. Þá er leitast við að
samræma texta milli starfsreglna á þeim stöðum sem nauðsynlegt var. Enn fremur er
í tillögunni vísað með nákvæmari hætti til málsgreina og greina í starfsreglunum. Í þó
nokkrum starfsreglum eru bráðabirgðaákvæði sem hafa runnið sitt skeið og því lagt til að
þau verði felld brott. Sumar greinar í starfsreglunum þótti rétt að skrifa að nýju þar sem
mikilla breytinga þurfti við vegna ýmissa lagabreytinga, breytinga á öðrum starfsreglum
eða þar sem skýrleiki var ekki talinn nægjanlegur.
Þess skal sérstaklega getið að í 42. gr. tillögunnar er lagt til að komi nýtt ákvæði til bráðabirgða
í starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum, þar
sem með gildistöku starfsreglna nr. 1024/2017 var fyrir misgáning fellt niður ákvæði í
starfsreglum 334/2017 um hvernig skyldi kosið til kjörnefnda prestakalla á árinu 2019.