Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 89
89
A 1) Barnastarf – börn, 12 ára og yngri
Markmið:
Í barnastarfi þjóðkirkjunnar er lagður grunnur að trúarvitund barna í samræmi við
þroska þeirra og aldur.
Verkefni:
Sex ára börn og yngri: Sunnudagaskóli, þ.e. barnastarf sem hluti almennrar guðsþjónustu
safnaðarins eða sér fræðsla. Áhersla skal lögð á upplifun og að kenna bænir, vers og
barnasálma.
6-9 ára börn: „Hópastarf “ – þ.e. barnastarf sem hluti almennrar guðsþjónustu
safnaðarins eða sér fræðsla. Áhersla skal lögð á fela börnunum hlutverk í starfinu.
Biblíusögur.
10-12 ára starf (TTT): Hópa- eða klúbbastarf. Áhersla á aukið hlutverk barnanna og á
að starfið sé aðdragandi fermingarinnar. Biblíusögur.
Barnakórar: Efla barnakóra sem mikilvæga leið í barnastarfi þjóðkirkjunnar.
A 2) Fermingarstarf
Markmið:
Fermingarstarfinu er ætlað að styrkja trúarvitund barnanna, kenna þeim
grundvallaratriði kristinnar trúar, virkja þau í starfi kirkjunnar og gefa þeim jákvæða
og uppbyggilega upplifun af kirkjustarfi.
• Mikilvægt að taka mið af misjafnri getu barna til lestrar og þess að leysa skrifleg
verkefni.
• Fjölbreytt námsefni og breidd í kennsluháttum.
• Virkja fjölskyldu fermingarbarnsins til þátttöku og samstarfs
A 3) Unglingastarf – unglingar og ungt fólk
Markmið:
Starf þjóðkirkjunnar meðal unglinga og ungs fólks miðar að því að efla þau og styðja
og stuðla þannig að jákvæðri lífssýn og sterkri sjálfsmynd í trú á Guð. Jafnframt að ala
upp framtíðarleiðtoga í kirkjulegu starfi.
Skapa raunhæfan valkost til þátttöku í kirkjulegu starfi eftir fermingu.
Búa til og viðhalda samfélagi fyrir unglinga í kirkjunni, t.d með æskulýðsfélagi.
Vera vettvangur fyrir tilvistarspurningar.
Miðla kristnum lífsgildum.
Stuðla að trúariðkun og helgihaldi á forsendum unglinga.
Efla unglingakóra sem leið í unglingastarfi þjóðkirkjunnar.
Virkja og styðja við leiðtogafræðslu meðal ungmenna.
Eiga efni fyrir starfsfólk kirkjunnar til að bregðast við aðstæðum og væntingum
nærsamfélags kirkjunnar. Nýta lífsleikniefni þjóðkirkjunnar fyrir ungt fólk í
framhaldsskólum.