Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 90
90 91
B 1) Foreldrafræðsla
Markmið:
Þjóðkirkjan styðji foreldra í uppeldishlutverki sínu hvarvetna þar sem kirkjan og
foreldrar mætast. Skírnin verði sett í öndvegi og foreldrum kynnt hvers vegna börn eru
skírð, hvað það þýðir að skírast og hvernig skírn fer fram.
Verkefni:
Skírn undirbúin með viðtölum við foreldra og því fylgt eftir í kirkjulegu starfi. Stuðningur
við uppeldi á heimilum, með fræðsluefni af ýmsum toga. Dæmi: DVD - diskar, litlir
bæklingar, netefni. Skírnin kynnt fyrir foreldrum barna innan þjóðkirkjunnar, t.d. með
útsendu efni og boði um þátttöku í kirkjustarfi.
Samvera í kirkjum eða safnaðarheimilum. Svo sem eins og foreldramorgnar, krílasálmar.
Námskeið þar sem veitt er fræðsla um ýmsar aðstæður er tengjast uppeldi. Og aðstæður
fólks með börn á framfæri.
Í tengslum við barna- og æskulýðsstarf skal bjóða foreldrum fræðslu um uppeldi og
trú. Virkja foreldra í barna- og æskulýðsstarfi.
B 2) Almenn fræðsla
Markmið:
Fræðsla fullorðinna hjálpi fólki að iðka kristna trú á gefandi hátt, vaxa í tilbeiðslu og
takast á við verkefni lífsins. Námskeið fyrir fullorðna verði haldin á vegum safnaða,
prófastsdæma og fræðslusviðs biskupsstofu á hverju ári.
Dæmi um verkefni:
Námskeið um höfuðatriði kristindómsins og umhverfisfræðsla
Biblíufræðsla
Trúfræðsla
Íhugunarfræði
Bænaiðkun
Umhverfisfræðsla
Kirkjufræðsla
Skipulag kirkjunnar
Fræðsla um helgihald og siði kirkjunnar
Fræðsla um táknmyndir í kirkjubyggingum
Vöxtur og þroski einstaklinga og fjölskyldna
Viðtöl við verðandi hjón
Námskeið fyrir verðandi hjón, ung hjón og þroskuð hjón á ýmsum lífsskeiðum.
Hópastarf og sálgæsla
Sjálfsstyrking
Fjölbreytt hópastarf
Tólf spora vinna
Sorgarhópar
Kórastarf
Grænir hópar
Ýmis námskeið