Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 97
97
V. KAFLI
Aðstoð fagaðila og talsmanns.
8. gr.
Fagaðili.
■Teymi þjóðkirkjunnar er heimilt að leita aðstoðar hjá fagaðila ef það telur að c-liður 2.
mgr. 6. gr. starfsreglnanna eigi við. Sá þarf að hafa menntun og reynslu af vinnu við mál er
falla undir starfsreglurnar. Fagaðili starfar þá í umboði og á ábyrgð teymisins og upplýsir
það um starf sitt með viðkomandi.
9. gr.
Talsmaður.
■Teymi þjóðkirkjunnar er heimilt að leita til sérstaks talsmanns ef c-liður 2. mgr. 6. gr.
starfsreglnanna á við. Talsmaðurinn þarf að hafa menntun og reynslu sem nýtist við mál
er falla undir starfsreglurnar svo hann geti veitt viðkomandi þá ráðgjöf og stuðning sem
nauðsynleg er. Talsmaður starfar í umboði og á ábyrgð teymisins, eftir því sem við á, og
upplýsir það um starf sitt fyrir viðkomandi.
10. gr.
Kostnaður við aðstoð.
■Komi til þess að teymi þjóðkirkjunnar telji rétt að leita til fagaðila eða sérstaks talsmanns,
sbr. 8. og 9. gr. starfsreglnanna, skal það með rökstuddri beiðni til kirkjuráðs óska eftir
ákvörðum þess um greiðslu kostnaðar. Í beiðni þarf m.a. að koma fram hver sé menntun
fagaðilans eða talsmannsins og hversu hás tímagjalds sé krafist. Telji teymið að frekari
aðstoðar í málinu sé þörf síðar, skal það leggja fram nýja rökstudda beiðni fyrir kirkjuráð
til ákvörðunar. Fagaðili eða sérstakur talsmaður, á vegum teymisins, getur ekki hafið störf
fyrr en ákvörðun kirkjuráðs liggur fyrir. Sama gildir um frekari beiðnir.
VI. KAFLI
Trúnaðarskyldur og aðgangur að gögnum teymis.
11. gr.
Trúnaðarskyldur.
■Teymi þjóðkirkjunnar, starfsmönnum hennar, fagaðilum og talsmönnum, ef við á, er
skylt að gæta þagmælsku um þau mál sem til umfjöllunar eru hjá teyminu samkvæmt
starfsreglum þessum. Trúnaður helst að loknum störfum.
12. gr.
Aðgangur að gögnum.
■Um aðgang að upplýsingum um einstök mál, sbr. 11. gr., fer að gildandi lögum á hverjum
tíma.