Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 98
98 99
VII. KAFLI
Þóknun og kostnaður vegna teymis þjóðkirkjunnar.
13. gr.
Þóknun teymis.
■Um þóknun teymis þjóðkirkjunnar, fyrir störf sín, fer samkvæmt ákvörðun þóknana-
nefndar kirkjunnar, sbr. 2. mgr. 12. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009,
með síðari breytingum.
14. gr.
Kostnaður vegna starfa teymis.
■Kostnaður sem hlýst að störfum og tillögum teymisins, sbr. 8. og 9. gr. starfsreglnanna,
svo og annar kostnaður vegna starfa teymisins, greiðist úr kirkjumálasjóði samkvæmt
nánari ákvörðum kirkjuráðs.
15. gr.
Fræðslustarf og forvarnir teymis.
■Við gerð fjárhagsáætlunar þjóðkirkjunnar, fyrir kirkjumálasjóð hverju sinni, skal
kirkjuráð ákveða framlög til fræðslustarfa og forvarna teymisins, sbr. 7. gr. starfsreglnanna.
VIII. KAFLI
Gildistaka o.fl.
16. gr.
■Starfsreglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí
2019. Frá sama tíma falla úr gildi starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku
þjóðkirkjunnar nr. 955/2009, með síðari breytingu.