Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 105
105
Teymi þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð skipar þrjá menn í teymi þjóðkirkjunnar til fjögurra ára í senn. Sama gildir um
varamenn þeirra. Teymið velur sér sjálft formann og varaformann.
Í teyminu skulu ekki vera vígðir þjónar kirkjunnar, sérþjónustuprestar, sem ráðnir
hafa verið á vegum stofnana eða félagasamtaka, eða að öðru leyti fastráðnir starfsmenn
kirkjunnar.
Þeir sem skipaðir eru í teymi þjóðkirkjunnar skulu vera sérfróðir um þau mál er falla
undir starfsreglur þessar.
Hver sá sem hagsmuna á að gæta getur borið mál undir teymi þjóðkirkjunnar er
starfar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð
kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.
Hlutverk teymis þjóðkirkjunnar er samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar að:
• Upplýsa starfsfólk kirkjunnar um stefnu þessa og verkferla sem unnið er eftir vegna
eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis.
• Upplýsa starfsfólk um úrræði og stuðning sem í boði eru í slíkum málum.
• Taka á móti og koma öllum tilkynningum um einelti, áreitni og ofbeldi í réttan
farveg í samræmi við stefnu og verkferila.
• Tryggja að farið sé eftir upplýsinga- og stjórnsýslulögum og þeim reglum sem eiga
við.
• Leiðbeina stjórnendum um verklag og úrræði ef upp kemur einelti, kynferðisleg
áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi á starfsstöð.
• Að rannsókn lokinni skal teymið komast að rökstuddri niðurstöðu og skila áliti.
• Teymið hefur leiðbeinandi hlutverk t.a.m. ef tilkynnandi á einhverjum tímapunkti
ákveður að kæra mál til lögreglunnar.
• Teymið hefur jafnframt það hlutverk að sinna eftirfylgni mála.
• Allt starfsfólk sem telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi, einelti eða kynferðislegri áreitni
getur vísað málum sínum til teymisins.
Úrræði fyrir starfsfólk þjóðkirkjunnar og leiðir til úrlausna.
Mikilvægt er að hafa upplýsingar um hvert starfsmaður getur snúið sér eftir aðstoð ef
hann telur sig þolanda eineltis eða áreitni.
Leiðir til úrlausna.
• Óformleg aðstoð/samtal.
• Formleg tilkynning.
• Hlutast til um.
Við mat á valmöguleikum eða til þess að fá frekari upplýsingar getur starfsmaður:
• Talað við kirkjuleg yfirvöld.
• Haft samband við mannauðsþjónustu.
• Haft samband við stéttarfélag.
• Haft samband við Vinnueftirlit ríkisins.
• Haft beint samband við teymi þjóðkirkjunnar.