Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 50

Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 50
50Iðjuþjálfinn 1/2020 Áætlað er að 15% foreldra á heimsvísu séu með einhvers konar fötlun, svo sem geðræna, líkamlega eða vitræna (Barker og Maralani, 1997). Móðurhlutverkið og þær skyldur sem því fylgja, hefur í gegnum tíðina verið lítið rannsakað en það má mögulega rekja til þeirra staðalímynda sem þegar hafa verið settar fram um hlutverkið. Í þessari rannsóknaráætlun verður sjónum því beint að mæðrum og þeirra daglegu iðju ásamt því að líta á þeirra mat á frammistöðu við framkvæmd iðju og mikilvægi hennar. Tilgangur rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að kanna hvort fatlaðar mæður meti færni sína og þátttöku á daglegri iðju á annan hátt en ófatlaðar mæður. Í öðru lagi að afla þekkingar á hvernig fatlaðar mæður upplifa þátttöku í daglegri iðju samfara því að sinna móðurhlutverkinu. Rannsóknaráætlunin er tvíþætt og byggð á blönduðu rannsóknar- sniði. Megindlegum gögnum verður safnað með matstækinu Mat á eigin iðju (Occupational Self Assessment, OSA) (Baron, 2006) bæði hjá fötluðum og ófötluðum mæðrum. Til þess að dýpka niðurstöðurnar sem fengnar með matstækinu verða tekin eigindleg hálfopin viðtöl við 10-12 fatlaðar mæður. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa niðurstöðum matstækisins og opin kóðun notuð til að þemagreina viðtölin. Niðurstöður rannsóknar af þessu tagi geta nýst til þekkingaþróunar á því hvernig fatlaðar mæður taka þátt í daglegri iðju. Einnig getur niðurstöðurnar nýst til þess að skoða hvort þörf sé á nýrri þjónustu við hópinn eða hvort þörf sé á því að bæta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar þar sem dagleg iðja samfara móðurhlutverkinu er höfð að leiðarljósi. Niðurstöður rannsóknarinnar geta sýnt fram á mikilvægi þess að iðjuþjálfar beini sjónum sínum að mæðrum og þeirri daglegu iðju sem þær fást við þar sem móðurhlutverkið er áskorun fyrir flesta sem takast á við það. Lykilhugtök: fatlaðar mæður, móðurhlutverk, þjónusta, mat á eigin iðju, dagleg iðja. Mikilvægt er að styðja við þátttöku einhverfra barna í leik og starfi í leikskólum, þar sem þátttaka barna hefur mikil áhrif á þroska, heilsu og velsæld þeirra.Markmið áætlaðrar rannsóknar er að varpa ljósi á þá umhverfisþætti sem ýmist‚styðja við eða draga úr þátttöku einhverfra barna í leikskólum. Einhverf börn eru fjölbreyttur hópur og mikilvægt er að umhverfi þeirra sé styðjandi og að þeim sé gert kleift að taka þátt í leik og starfi til jafns við önnur börn. Einhverf börn þurfa því oft á meiri eða annars konar aðstoð að halda en önnur börn. Þekking starfsfólks leikskóla á því hvernig á að koma til móts við hvert og eitt barn er grunnur að einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðlögun umhverfis getur reynst mikilvægur einstaklings- miðaður stuðningur. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkefnisins er ICF-CY og aðferðafræðin fyrirbærafræði. ICF-CY hjálpar til við að horfa á hvert barn fyrir sig og beina sjónum að þeim styrkleikum og hindrunum er hafaáhrif á þátttöku þess með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Rannsóknaráætlunin er unnin út frá rannsóknarferli Vancouver skólans í fyrirbærafræði sem samanstendur af 12 þrepum sem lýsa því hvernig vinna skal að rannsókninni. Áætlað er að taka viðtöl við stuðningsfulltrúa sem starfa með einhverfum börnum í leikskólum á Suðurnesjum til að fá fram reynslu og þekkingu þeirra. Áætlað er að taka viðtöl við átta eða fleiri viðmælendur. Gildi áætlaðrar rannsóknar felst í auknum skilningi á þeim umhverfisþáttum sem ýmist styðja við eða draga úr þátttöku einhverfra barna svo hægt sé að veita barnahópnum eins góða og árangursríka þjónustu og völ er á innan veggja leikskólans. Lykilhugtök: þátttaka, umhverfi, einhverfa og leikskólabörn. ÁGRIP ÚTSKRIFTARNEMA 2020 Höfundar: Sylvia Dögg Ástþórsdóttir, Elingunn Rut Sævarsdóttir og Guðlaug Þórlindsdóttir. Leiðbeinandi: Sara Stefánsdóttir Höfundur: Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir, Leiðbeinandi: Linda Björk Ólafsdóttir og Gunnhildur Gísladóttir Sylvía Dögg Guðlaug Valgerður Þórunn Elingunn Rut DAGLEG IÐJA FATLAÐRA MÆÐRA ÞÁTTTAKA EINHVERFRA BARNA Í LEIKSKÓLA- UMHVERFINU

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.