Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 50

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 50
50Iðjuþjálfinn 1/2020 Áætlað er að 15% foreldra á heimsvísu séu með einhvers konar fötlun, svo sem geðræna, líkamlega eða vitræna (Barker og Maralani, 1997). Móðurhlutverkið og þær skyldur sem því fylgja, hefur í gegnum tíðina verið lítið rannsakað en það má mögulega rekja til þeirra staðalímynda sem þegar hafa verið settar fram um hlutverkið. Í þessari rannsóknaráætlun verður sjónum því beint að mæðrum og þeirra daglegu iðju ásamt því að líta á þeirra mat á frammistöðu við framkvæmd iðju og mikilvægi hennar. Tilgangur rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að kanna hvort fatlaðar mæður meti færni sína og þátttöku á daglegri iðju á annan hátt en ófatlaðar mæður. Í öðru lagi að afla þekkingar á hvernig fatlaðar mæður upplifa þátttöku í daglegri iðju samfara því að sinna móðurhlutverkinu. Rannsóknaráætlunin er tvíþætt og byggð á blönduðu rannsóknar- sniði. Megindlegum gögnum verður safnað með matstækinu Mat á eigin iðju (Occupational Self Assessment, OSA) (Baron, 2006) bæði hjá fötluðum og ófötluðum mæðrum. Til þess að dýpka niðurstöðurnar sem fengnar með matstækinu verða tekin eigindleg hálfopin viðtöl við 10-12 fatlaðar mæður. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa niðurstöðum matstækisins og opin kóðun notuð til að þemagreina viðtölin. Niðurstöður rannsóknar af þessu tagi geta nýst til þekkingaþróunar á því hvernig fatlaðar mæður taka þátt í daglegri iðju. Einnig getur niðurstöðurnar nýst til þess að skoða hvort þörf sé á nýrri þjónustu við hópinn eða hvort þörf sé á því að bæta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar þar sem dagleg iðja samfara móðurhlutverkinu er höfð að leiðarljósi. Niðurstöður rannsóknarinnar geta sýnt fram á mikilvægi þess að iðjuþjálfar beini sjónum sínum að mæðrum og þeirri daglegu iðju sem þær fást við þar sem móðurhlutverkið er áskorun fyrir flesta sem takast á við það. Lykilhugtök: fatlaðar mæður, móðurhlutverk, þjónusta, mat á eigin iðju, dagleg iðja. Mikilvægt er að styðja við þátttöku einhverfra barna í leik og starfi í leikskólum, þar sem þátttaka barna hefur mikil áhrif á þroska, heilsu og velsæld þeirra.Markmið áætlaðrar rannsóknar er að varpa ljósi á þá umhverfisþætti sem ýmist‚styðja við eða draga úr þátttöku einhverfra barna í leikskólum. Einhverf börn eru fjölbreyttur hópur og mikilvægt er að umhverfi þeirra sé styðjandi og að þeim sé gert kleift að taka þátt í leik og starfi til jafns við önnur börn. Einhverf börn þurfa því oft á meiri eða annars konar aðstoð að halda en önnur börn. Þekking starfsfólks leikskóla á því hvernig á að koma til móts við hvert og eitt barn er grunnur að einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðlögun umhverfis getur reynst mikilvægur einstaklings- miðaður stuðningur. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkefnisins er ICF-CY og aðferðafræðin fyrirbærafræði. ICF-CY hjálpar til við að horfa á hvert barn fyrir sig og beina sjónum að þeim styrkleikum og hindrunum er hafaáhrif á þátttöku þess með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Rannsóknaráætlunin er unnin út frá rannsóknarferli Vancouver skólans í fyrirbærafræði sem samanstendur af 12 þrepum sem lýsa því hvernig vinna skal að rannsókninni. Áætlað er að taka viðtöl við stuðningsfulltrúa sem starfa með einhverfum börnum í leikskólum á Suðurnesjum til að fá fram reynslu og þekkingu þeirra. Áætlað er að taka viðtöl við átta eða fleiri viðmælendur. Gildi áætlaðrar rannsóknar felst í auknum skilningi á þeim umhverfisþáttum sem ýmist styðja við eða draga úr þátttöku einhverfra barna svo hægt sé að veita barnahópnum eins góða og árangursríka þjónustu og völ er á innan veggja leikskólans. Lykilhugtök: þátttaka, umhverfi, einhverfa og leikskólabörn. ÁGRIP ÚTSKRIFTARNEMA 2020 Höfundar: Sylvia Dögg Ástþórsdóttir, Elingunn Rut Sævarsdóttir og Guðlaug Þórlindsdóttir. Leiðbeinandi: Sara Stefánsdóttir Höfundur: Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir, Leiðbeinandi: Linda Björk Ólafsdóttir og Gunnhildur Gísladóttir Sylvía Dögg Guðlaug Valgerður Þórunn Elingunn Rut DAGLEG IÐJA FATLAÐRA MÆÐRA ÞÁTTTAKA EINHVERFRA BARNA Í LEIKSKÓLA- UMHVERFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.