Skólavarðan - 2020, Side 13

Skólavarðan - 2020, Side 13
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 13 Uppskeruhátíð / TÓNLISTARNÁM N ótan – uppskeru-hátíð tónlistar-skóla var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og fagnar því 10 ára afmæli á þessu ári. Nótan er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi og skipar stóran sess í hugum nemenda, kennara og áhugafólks um tónlist. Há- tíðin hefur ávallt verið faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Til stóð að halda afmælishátíð í vor þar sem kastljósinu væri beint að samfélagi tónlistarskóla og tónlist- arnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu sinnar. Hátíðin átti að vera í Hörpu en af henni varð ekki vegna COVID-19. Skipulagning Nótunnar 2021 stendur yfir og er undirbúningshópur á fullu að finna leiðir til að skólarnir geti sent inn efni og verður útfærslan á rafrænu formi. Stefnumiðið er eftir sem áður það sama, þ.e. að styrkja ungt fólk til listsköpunar og að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. Tónlistarkennarar stóðu frammi fyrir heilmikilli áskorun síðastliðið vor þegar þeir þurftu að færa tónlistar- kennsluna yfir í fjarkennslu og því er bæði táknrænt og framsækið að bregða spegli á starfsemi tónlistarskóla með því að hafa Nótuna í netheimum árið 2021. Undirbúningshópur er að skoða nánari útfærslur en útgangspunkturinn er að tryggja að öllum skólum verði gert kleift að taka þátt óháð tækniinnviðum. Horft verður til þess að Nótan 2021 geti allt í senn þjónað sem skemmtileg og gagnleg reynsla fyrir nemendur, kynningarátak á starfsemi tónlistar- skóla, þekkingarsköpun og fjárfesting í tækniinnviðum og áhugaverð heim- ildaröflun um tónlistarskólakerfið á Íslandi. Allar nánari upplýsingar verða sendar tónlistarskólum. Skipulagning Nótunnar 2021 stendur yfir og er undirbúningshópur á fullu að finna leiðir til að skólarnir geti sent inn efni og verður útfærslan á rafrænu formi.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.