Skólavarðan - 2020, Síða 16

Skólavarðan - 2020, Síða 16
16 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 VIÐTAL / Forysta KÍ Anna María: Um það leyti sem við tókum við forystuhlutverkum hér hjá KÍ voru nokkur stór samstarfsverkefni í gangi eða að fara í gang. Ber þar hæst vinnu Samstarfsráðs um starfs- þróun kennara og skólastjórnenda og starfshóp um Menntun fyrir alla. Verkefni sem voru að fara af stað voru til dæmis starfshópur um börn með annað móðurmál en íslensku, aðgerðir í menntamálum sem fólust meðal annars í verkefni um leiðsögn við nýliða og fjölgun kennaranema og svo vinna við Menntastefnu til 2030. Það var frábært að finna strax á fyrstu dögum að verk- efni sem féllu að miklu leyti í skaut varaformanns voru afar áhugaverð og mikilvæg fyrir skólasamfélagið. Flest falla þessi verkefni saman við samþykktir síðasta þings KÍ en mig langar að nefna sérstaklega eitt verkefni sem mér þykir sérstaklega vænt um að við höfðum forgöngu um og það var frumkvæði KÍ að vinnu við vernd íslenskrar tungu og skólamálaþingið sem haldið var undir yfirskriftinni, Íslenska er stórmál. Fleira má nefna eins og hið yfirgripsmikla verkefni um Menntun fyrir alla og einnig annað gott viðfangsefni sem snýr að menntun barna með annað móðurmál en íslensku. Það var jákvætt að finna strax í upphafi að við vorum ekki í stjórnarandstöðu við ráðuneytið heldur var staðan sú að við gátum hafist handa við að vinna saman með fólki á hinum ýmsu stigum menntamála. Ragnar Þór: Það er nefnilega þannig að lykilaðilar í menntakerfinu eru sammála um svo miklu fleira en þeir eru ósammála um. Menn höfðu dálítið dvalið við ágreining en það hefur einkennt síðustu misseri að við höfum séð mikinn þrótt í skólastarfinu sjálfu. Skólastarfið hefur ekki tíma til að það sé verið að leggja þránda í götu þess og að mínu viti hafa flestir aðilar komið samhentir að því að vinna með þá þætti sem við erum sammála um, má þar nefna Menntun fyrir alla, þar sem farið var hringinn um landið, haldnir fundir og efnt til samræðu við skólafólk. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru þess eðlis að ég held að fólk átti sig á að það gengur ekki að drepa orkunni á dreif. Við Anna María kom- um inn í það umhverfi og höfum hvorki lent í mikilli innri né ytri mótstöðu heldur fyrst og fremst í straumi fólks sem vill láta verkin tala. Anna María: Það er af fleiru af taka þegar kemur að skólamálum og aðkomu KÍ. Fyrir þremur árum var ljóst að það þyrfti ekkert minna en stóraðgerðir til að koma í veg fyrir að kennarastéttin hreinlega hyrfi ekki. Staðan var sú að það vantaði minnst 1.700 nýja kennara fyrir árið 2030 og þá var ekkert annað að gera en sameinast í því að breyta þessu. Þetta verkefni hefur haft marga anga, svo sem að fjölga kennaranemum auðvitað, bjóða launað starfs- nám og leiðsögn við nýliða. Svo hefur ný námsleið verið sett í gang, MT-gráða, sem nýtur þegar mikilla vinsælda og er til þess að fallin að fjölga kennurum svo um munar. Svo erum við alltaf með skólastefnuna í bakpok- anum en hún ber yfirskriftina Menntun er mannréttindi. Þá má nefna vinnu við ný lög um hæfni og menntun kennara, leyfisbréfamálið svokallaða, en það reyndi verulega á að vinna okkur í gegnum það mál. Skrum hefur ekkert vægi Kennarasambandið er í senn stéttarfélag og fagfélag. Teljið þið að rödd KÍ sé sterk á báðum sviðum? Ragnar Þór: Rödd KÍ er mjög sterk, það er engin spurning. Ég hef stund- um haft á orði að það sé ekki nóg að Kennarasambandið hafi áhrif heldur verðum við að hafa erindi. Það er einfaldlega þannig að með skólastefn- unni sem við vinnum eftir, en kannski fyrst og síðast með fagmennskunni sem einkennir allt skólastarf hér á landi, þá hefur Kennarasambandið lengi vel haft mikið erindi. Þeir ráðamenn sem ákveða að taka mark á því sem sagt er innan menntakerfisins taka betri og upplýstari ákvarðanir. Í þeim tilfellum þar sem skort hefur á þetta samstarf hefur farið illa, þar á ég við að þegar menntayfirvöld eða aðrir ætla að keyra mál áfram án þess að endurspegla þau í hinum stóra hópi kennara þá gera þeir mistökin. Á meðan menntayfirvöld treysta fagfólkinu sínu og leyfa því að hafa raunveruleg áhrif á skólastarf þá átta þau sig fljótt á að þannig næst mestur og bestur árangur. Anna María: Kennarasambandið er vissulega bæði fagfélag og stéttarfélag. Ég tel að styrkur kjaralega vinkilsins helgist af því hvernig við stöndum okkur í hinum faglegu þáttum. Ef við erum ekki reiðubúin að taka faglega ábyrgð á okkar verkum þá komumst við ekki áfram í baráttunni fyrir bættum kjörum. Ímynd kennarastéttarinnar hefur oft verið til umræðu og talað um að það þurfi að lyfta henni. Hver er ykkar skoðun á því? Ragnar Þór: Þegar fólki verður tíðrætt um ímynd stétta þá tel ég það stundum vera hættumerki. Ég held að Sjálfsmynd okkar byggist á fagleg- um styrk okkar og viðhorfi okkar sjálfra til hlutverks okkar. Sú sjálfsmynd þarf að vera grundvöllur ímyndarinnar og við getum ekki búið til ímynd sem er ekki í tengslum við sjálfs- myndina. Ragnar Þór Pétursson Ragnar Þór Pétursson, for- maður KÍ, í ræðu- stól á ráðstefnu um hlutverk leið- sagnarkennara. Mynd: SOS

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.