Skólavarðan - 2020, Page 25

Skólavarðan - 2020, Page 25
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 25 Könnunaraðferðin / LEIKSKÓLI V ið fundum strax í byrjun árs að krakkarnir höfðu mikinn áhuga á eldfjöllum og við ákváðum að fylgja því eftir,“ segir Helga Lotta Reyn-isdóttir leikskólakennari í Leikskóla Seltjarness, um tilurð verkefnisins Eldurinn í jörðinni sem ekki aðeins fól í sér mikinn fróðleik fyrir börnin á deildinni Eiði heldur rataði afraksturinn, sem fyrr segir, fyrir almannaaugu á glæsilegri sýningu í Norræna húsinu. Helga hélt utan um eldfjallaverkefnið, ásamt samstarfs- fólki á deildinni Eiði. Hún segir verkefnið til komið vegna þess að í Leikskóla Seltjarnarness er unnið með frumefnin; jörð eld, loft og vatn. Þegar árið 2020 gekk í garð var komið að jörðinni. „Við byrjuðum að velta jörðinni fyrir okkur og krakkarnir komu strax með margar góðar hugmyndir. Um- ræðan spannst svo áfram á þann veg að þau fóru að velta fyrir sér eldfjöllum; bæði eldfjöllunum okkar hér á landi og líka úti í heimi,“ segir Helga um fyrstu skrefin í verkefninu. Þekkingarleitin í fyrirrúmi Könnunaraðferðin er í hávegum höfð í leikskólanum og segir Helga að þegar krakkarnir á Eiði hófu að færa umræðuna um jörðina yfir á svið eldsumbrota og jarðhræringa hafi verið ákveðið að fylgja því eftir. „Við skynjuðum áhuga þeirra og ekki leið langur tími þar til hópurinn var farinn að sökkva sér í alls kyns pælingar um eldgos og eldfjöll. Könnunaraðferðin byggir meðal annars á því að grípa hugmyndir barnanna, hjálpa þeim að þróa þær áfram, í gegnum verkefni og með vettvangsferðum,“ segir Helga og bætir við að verkefnið hafi frá upphafi verið samvinnuverkefni þar sem þekkingarleit barnanna var í fyrirrúmi. Hvað verður um dýrin í eldgosi? Börnin á Eiði í Leikskóla Seltjarnarness tóku þátt í Hönnunarmars sem fram fór í sumar. Þau eru fyrstu leikskólabörnin sem verða þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í þessari hönnunarhátíð. Sýningargripir barnanna voru sérlega glæsilegir, sautján hangandi jarðarkringlur, fagurlega skreyttar eldfjöllum og ýmsu öðru. Börnin á Eiði í Leikskóla Sel- tjarnarness með jarðirnar sem þau bjuggu til sjálf. Mynd: Anton Brink

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.