Skólavarðan - 2020, Síða 27

Skólavarðan - 2020, Síða 27
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 27 Könnunaraðferðin / LEIKSKÓLI Þau sýndu samkennd með dýrunum sem voru auðvitað skilin eftir,“ segir Helga. Næsta gesti var líka tekið afar vel. Þar var á ferð Sólveig G. Hannesdóttir, líffræðikennari í MR og móðir barns á deildinni. „Sólveig kom með heilmikinn farangur, steingervinga, ösku úr Eyja- fjallajökli, hrafntinnu og baggalúta sem börnin gerðu tilraunir með. Hún kom líka með líkan af jörðinni sem börnin gátu skoðað og tekið í sundur. Þetta var alveg frábær heimsókn og kveikti enn meiri áhuga á jarðfræðinni.“ Þessar heimsóknir eru gott dæmi um samstarf leikskólans við foreldra og fjölskyldur barnanna. Helga segir verk- efnið hafa verið unnið í góðu samstarfi við heimilin og ýmis tengsl nýtt til að glæða verkefnið enn frekar. Börnin setjast á háskólabekk Vettvangsferðir eru hluti af könnunar- aðferðinni og einn kaldan morgun seint í febrúar lögðu börnin ásamt kennurum í ferðalag sem endaði í Háskóla Íslands, nánar til tekið í Öskju, húsi jarðfræðinnar. Þar beið einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðfræði, Magnús Tumi Guðmundsson prófessor, eftir krökkunum. „Magnús Tumi tók afar vel á móti okkur og hélt frábæran fyrirlestur fyrir krakkana. Hann hafði á orði að hann hefði ekki áður kennt svo ungum nemendum. En honum fórst það vel úr hendi og krakkarnir nutu þess að hlusta og fræðast, ekki síður en við fullorðna fólkið.“ Verklegi þáttur þessa mikla verkefnis er ónefndur en börnin unnu hörðum höndum að því að búa til hnetti, hvert með sínu lagi auðvitað. „Þetta tók margar vikur en stefnan var að þetta yrði tilbúið í mars, í Hönnunarmars. Við notuðum blöðrur sem innvols í hnettina og síðan þurfti að líma mikið magn af pappír utan á sem síðan var málaður. Börnin létu ekki þar við sitja og í sameiningu bjuggu þau til stærðar eldfjall. Við nutum aðstoðar starfsmanna og kennara á deildinni og ekki síst Kristínar Vilborgar sem er sérgreinastjóri í listaskála leikskólans.“ Eldfjallið er sérlega glæsilegt, hátt og tignarlegt, og var það flutt með sendibíl í Norræna húsið. Helga Lotta Reynisdóttir leikskólakennari hélt utan um verkefnið og segir það hafa veitt bæði börnum og starfsfólki einskæra gleði. Hún vill koma þökkum til starfsfólks og kennara, Elínar Margrétar, Jórunnar, Sollu og Kristínar Vilborgar sérgreinastjóra. Einnig vill hún þakka börnum og foreldrum fyrir frábært samstarf í verkefninu. Mynd: Anton Brink Samheldni og einskær gleði í starfsmannahópnum Þegar leið nær Hönnunarmars var staðan hins vegar breytt. COVID-19 skók samfélagið og hátíðarhöldunum var frestað. Börnin höfðu þá og þegar valið sýningunni nafn, Eldurinn í jörðinni skyldi hún heita. Tíminn leið og um mitt sumar var hægt að halda hátíðina og opna sýninguna í Norræna húsinu. Sýningaropnunin var hátíðleg, öll börnin mættu prúðbúin og salinn fylltu foreldrar, systkini, ömmur, afar og aðrir ættingjar. „Þetta var falleg stund og mikil gleði í loftinu. Jarðirnar sómdu sér vel í sýningarrýminu og þetta gat ekki tekist betur til,“ segir Helga og bætir við að verkefni á borð við þetta sé ekki bara jákvætt fyrir börnin heldur hafi þetta haft mjög góð áhrif á starfsandann í leikskólanum. „Við fengum öll mikið út úr þessu verkefni. Samheldnin er mikil meðal kennara og starfsfólks og það eru engar ýkjur að segja að við vorum öll saman í þessu og gleðin var einskær,“ segir Helga Lotta Reynisdóttir. Hönnunarmars í júní Hönnunarmars 2020 átti eðli málsins samkvæmt að fara fram í mars. Það gekk ekki upp, hátíðinni var frestað vegna COVID-19 og fór fram dagana 24. til 28. júní. Sýning barn- anna á Eiði var einn 80 viðburða á hátíðinni þetta árið. Glæsilegar jarðir gleðja sýningargesti í Norræna húsinu.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.