Skólavarðan - 2020, Síða 41

Skólavarðan - 2020, Síða 41
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 41 UNESCO-skólar / MANNRÉTTINDI A ð vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengd einhverjum af fjórum þemum UNESCO-skóla. Þemun eru: alþjóðasamvinna, starfsemi Sam- einuðu þjóðanna og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða frið og mannréttindi, “ segir Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO- -skóla á Íslandi. „Skólanet UNESCO hefur verið starfrækt frá árinu 1953 og nú eru um 10 þúsund skólar sem tilheyra netinu og starfa í 181 landi um allan heim. Á skólanetinu, sem er öllum opið, er fjölbreytt námsefni sem fellur vel að grunnþáttum aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla.“ UNESCO skólar á Íslandi eru Landakotsskóli, Salaskóli, Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn í Reykjavík. Félag Sameinuðu þjóðanna fer fyrir skólanetinu á Íslandi í sam- starfi við íslensku UNESCO nefndina. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Heimsmarkmiðin eru eitt af stóru verkefnum UNESCO-skóla. Um er að ræða 17 markmið og 169 undirmarkmið sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim fyrir árið 2030. Íslenska rík- isstjórnin hefur skipað verkefnastjórn sem nú vinnur að innleiðingu mark- miðanna og eitt af forgangsmarkmiðum hennar er að efla menntun og fræðslu á sviðum sjálfbærni, friðar og mann- réttinda.“ Kristrún segir innleiðingu á kennsluefni um heimsmarkmiðin gefa nemendum innsýn í ferlið og auka skilning þeirra á alþjóðamálum. „Markmiðið er að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun og öðlist nauðsyn- lega þekkingu og færni til að ýta undir sjálfbæra þróun í heiminum.“ Að sögn Kristrúnar skuldbinda UNESCO skólarnir sig til að halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna. „Þar má t.d. nefna alþjóðadaga læsis, mann- réttinda, hafsins, einhverfu, barnsins, UNESCO, Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóð- anna, starfrækir alþjóðlegt samstarfsnet skóla sem kallast UNESCO-skólar. Meginmarkmið UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda- og menningarmála.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.