Skólavarðan - 2020, Page 43

Skólavarðan - 2020, Page 43
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 43 Uppeldi / RADDIR Aðsend grein Leiðtoginn í mér Ræktum félags- og tilfinningalega hæfni barna og eflum lífsfærni til að blómstra á þekkingaröld. Ímyndaðu þér heim þar sem hlúð er að forystuhæfileikum, virkni og ábyrgð hvers barns og lögð áhersla á að rækta og þróa leiðtogaeiginleika óháð félags- legri eða fjárhagslegri stöðu, menntun, heimilisaðstæðum eða bakgrunni. Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra skoðanir sínar af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn. Við trúum á samfélag þar sem hlúð er að frumkvæði, ábyrgð og getu hvers og eins og lögð er áhersla á að rækta og þróa samskipta- hæfileika og leiðtogaeiginleika allra. Leiðtoginn í mér er framlag FranklinCovey til skóla á öllum stigum þar sem lagður er grunnur að persónulegri forystu og færni nemenda, kennara og fjölskyldna. Nálgunin byggir á rannsóknum um hvernig megi umbreyta menningu skólasamfélags og efla færni nemenda í mannlegum samskiptum á öllum skólastigum. Alþjóðlegar verðlauna- lausnir FranklinCovey eru sérsniðnar að viðfangsefnum skóla á öllum stigum. Þær fela í sér grunnfærni á sviði ábyrgðar, áhrifa, samningatækni, tímastjórnunar og nýsköp- unar. Leiðtoginn í mér aðstoðar nemendur við að auka sjálfstraust sitt, tilfinn- ingastjórnun, frumkvæði, virkni og skipulagshæfileika. Ásamt því er lögð áhersla á notkun markmiða- setningar og forgangsröðunar, sem og heilbrigðs tjáningarmynsturs við að leysa ágreining, finna skapandi lausnir, virða fjölbreytileika og ólíkar skoðanir. Þessi lífsleikni færir börnum á öllum aldri möguleika til að blómstra í skóla og lífinu sjálfu, mæta áskorunum og hvetja til umbóta á ýmsum sviðum. Við virkjum kennara, nemendur og aðra starfsmenn með námskeiðum, markþjálfun og námsefni sem byggir í senn á rannsóknum og húmor og stuðlar að árangri til framtíðar í námi og starfi. Notast er við skemmtilegar og gagnlegar æfingar, myndbönd og vandað kennsluefni til að leiðbeina ungu fólki við að temja sér heilbrigð lífsviðhorf og færni til að byggja upp gott líf sem grundvallast á trausti. Auk þessarar þekkingar sem mun skila kennurum og nemendum ævilöngum ávinning í samskiptum og leiðtogahæfni, þá hljóta kennarar aðgang að vefsíðu sem býður upp á fjölbreytt efni á íslensku (og 15 öðrum tungumálum) og einingar í sérfræðslu á sviði ýmissa þátta sem mikilvægt er að efla innan skólakerfisins, þ.m.t. heilbrigðra samskipta og skapandi hugsunar. Leiðtoginn í mér hefur hlotið jákvæðar móttökur innan skólakerfisins á Íslandi og hefur skilað góðum árangri fyrir nemendur og kennara. Þar á meðal er Kristín Gísladóttir, skólastjóri á Uglukletti, sem segir: „Í Uglukletti leggjum við meðal annars áherslu á jákvæða sálfræði, sjálfræði, leiðandi uppeldi, heilsueflandi leikskóla og styrkleikamiðaða nálgun. Markmið okkar er að byggja upp hvern og einn einstakling þannig að hann standi uppi sem öflugur og sterkur. Til að ná því er mikilvægt að þekkja inn á sjálfan sig, geta unnið með öðrum, vita hvaða gildi maður vill standa fyrir og geta nýtt þetta allt sér til vaxtar í lífinu. Í þessu samhengi gerum við engan greinarmun á því hvort um sé að ræða börn, starfsfólk, foreldra eða samfélagið í heild. Efni Leiðtogans í mér getur stutt við alla þessa þætti og við gátum tengt það við þá hugmyndafræði sem fyrir var í leikskólanum. Við notum hug- myndafræðina og þar með venjurnar á þann hátt að við reynum að láta það hafa áhrif á vinnuaðferðir, viðmót og það hvernig við byggjum upp „andann í húsinu“.“ Enn fremur segir Steinunn Baldursdóttir, skólastjóri í leikskólan- um Klettaborg, sem hefur nýtt nálgun og efni Leiðtogans í mér síðan árið 2013: „Verkáætlun er uppfærð árlega og unnið er samkvæmt henni allt skólaárið, í daglegu starfi er unnið með venjurnar 7, leiðtogahandbók, leið- togahlutverk, leiðtogatré, leiðtogadag, samstarfssáttmála, 7 venju mat fyrir starfsfólk og marga fleiri þætti í leikskólastarfinu. Aðaláherslan er á að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Leiðtogaverk- efnið snýst ekki um að búa til litla leið- toga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í grunninn byggir leiðtogaverkefnið upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni barna og kennara. Flestir kennarar Klettaborgar hafa farið á námskeið í venjunum 7 og telja sig hafa haft mikið gagn af hugmyndafræðinni bæði í leik og starfi. Foreldrar hafa lýst ánægju sinni með starfið og fá reglulega kynningu á venjunum í vikulegum fréttaskotum, með vissu er hægt að segja að leiðtoga- verkefnið hafi haft mjög jákvæð áhrif á skólasamfélagið í heild.“ Hugmyndafræði Leiðtogans í mér var grunnur að rannsókn á Íslandi í M.Ed. verkefni eftir Aðalheiði Krist- jánsdóttur og Dagnýju Vilhjálmsdóttur. Niðurstöður leiddu í ljós að kennarar sem unnu eftir Leiðtoganum í mér lögðu aukna áherslu á frumkvæði, samvinnu og markmiðasetningu. Því var ljóst að sú hugmyndafræði sem notast er við nýtist kennurum í að efla forystu- og leiðtogahæfni, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á lærdómssamfélagið innan og utan skólaumhverfisins. Það er mikilvægt að forgangsraða tækifær- um til umbóta á sviðum leiðtogahæfni, frumkvæðis, sjálfstrausts og heilbrigðra samskipta þar sem bæði nemendur og kennarar geta notið góðs af um ókomin ár í starfi og einkalífi. Kolbrún Harpa Kristinsdóttir verkefnastjóri skrifar Leiðtoginn í mér hefur hlotið jákvæð- ar móttökur innan skólakerfisins á Ís- landi og hefur skil- að góðum árangri fyrir nemendur og kennara. Steinunn Baldurs- dóttir, skólastjóri í leikskólanum Klettaborg. Kristín Gísladótt- ir, skólastjóri á Uglukletti.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.