Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 10
að passa það sérstaklega þegar fólk klæddi sig. fljótlega tók deildin upp á því að panta frekar fjólubláar skurðstofuhúfur því þær lágu þvert yfir ennið og héldust betur. Lambhúshettur voru einnig pantaðar því starfsfólki leið betur með að vera alveg hulið þó hálssvæði væri ekki talið áhættusvæði svo lengi sem fólk snerti sig ekki þar. Veirugrímurnar voru bæði til með og án túðu. Starfsfólk fann hve slæmt loftið varð að vera með svona grímu til lengri tíma en túðugrímurnar voru þó heldur skárri. Einnig ollu grímurnar þrýstingi og núningi á nef og kinnar. hlífðargleraugun voru líka ansi þétt og breið teygjan skarst stundum inn í höfuðið og olli þrýstingi. gler- augun mynduðu þrýstingsför á húð, gjarnan á enni. alveg í byrjun faraldurs fann starfsfólk fyrir og sá roða á húð sinni þar sem þrýstingur vegna hlífðarbúnaðar kom strax í ljós. Því var strax farið að prófa sig áfram með umbúðir til að hlífa húðinni og það endaði með notkun á Siltape og Mepilex lite sem virkuðu best á andliti starfs- fólks. Þó enginn hafi fengið sár var ansi stutt í það hjá sumum. Þrýstingur skapaðist einnig þegar heyrnartæki talstöðva lá í eyrunum og húfa og bönd þrýstu yfir. Það þurfti því að huga að ýmsum atriðum þegar kom að hlífðarbúnaði starfsmanna. Í byrjun faraldurs voru eingöngu notuð hlífðargleraugu en svo var einnig farið að nota andlitshlífar á öðrum deildum og þá voru miklar hugleiðingar um hvort hlífarnar væru nógu öruggar. Eftir miklar vangaveltur og samtöl við sýkingavarnir fór deildin berglind guðrún chu 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Hópmynd af starfsfólki smitsjúkdóma- deildar. Alveg í byrjun faraldurs fann starfsfólk fyrir og sá roða á húð sinni þar sem þrýstingur vegna hlífðarbúnaðar kom strax í ljós. Því var strax farið að prófa sig áfram með umbúðir til að hlífa húðinni og það endaði með notkun á Siltape og Mepilex lite sem virkuðu best á andliti starfsfólks.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.