Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 11
að nota meira andlitshlífar því þær ollu mun minni þrýstingi á húð. Einnig munaði miklu að fólk sá betur því móða settist iðulega í hlífðargleraugun og á stundum sá starfsfólk varla út um þau við störf sín. Móðuúði, sem hafði verið prufaður í ebólu-undirbúningi, hafði ekki komið að gagni og því lítið annað að gera en að fara út á svalir til að lofta um og hafa alla glugga opna inni á menguðu vinnusvæði. Þar sem skilaboð voru um að hlífarnar væru af skornum skammti ákváðu starfs- menn að leyfa fólki sem notaði gleraugu dags daglega að hafa forgang í andlitshlífarnar. andlitshlífarnar mátti ekki nota ef úðamyndandi meðferð eða áhætta var í gangi. aðföng hlífðarfatnaðar voru á tveimur stöðum. Sloppar, gleraugu og grímur voru á lager hjá sóttvarnalækni en húfur og hanskar og annað var hjá birgðastöð Landspítalans. Í byrjun þurfti að kanna hve mikið færi af búnaði og voru settir listar á einangrunarstofur og síðar í fordyri lokaðrar deildar til að telja magnið sem færi. Í raun kom í ljós að minna þurfti af búnaði þegar deildin var alveg lokuð einangrunardeild því þá var fólkið inni í lengri tíma, en hins vegar þurfti það að klæða sig upp í hvert skipti þegar sýktir einstaklingar voru inni á einangr- unarstofum og deildin opin. alveg þreföld notkun var þegar deildin var opin. Pöntunarblað sem var sérstaklega útbúið fyrir covid tók breytingum því í fyrstu var blaðið mjög umfangs- mikið og mikið af vörum á lista sem voru ekki til eða átti ekki að nota. Því var í fyrstu töluvert flækjustig að vita hvaða hlífðar- búnað átti í raun að panta. Einnig kom til umræðu hvort þörf væri á skóm inni á mengaða svæðinu, sumar deildir keyptu og notuðu slíkt. Í samráði við sýkingavarnadeild var ekki talin þörf á því. Áhyggjur af skorti af hlífðarfatnaði var ekki áberandi en þegar umræður um skort úti í heimi fóru að berast fjölmiðlum fengu starfsmenn deildarinnar þá hugmynd að prufa að virkon- þvo gleraugun og sjá hvort skaði hlytist af. Þetta kom ágætlega út en þetta var bara tilraun. Einu sinni þurfti að safna grímum og andlitshlífum til sótthreinsunar að beiðni sýkingavarna en það var stuttur tími og fljótlega kom væn sending af hlífðar- búnaði frá kína öllum til mikillar ánægju. Á tímabili komu hins vegar sendingar af ýmiss konar grímum og óljóst hvort það voru skurðgrímur eða veirugrímur og gæði voru dregin í efa. Eins og sjá má á myndum mátti sjá hvað skurð stofugrímur og veirugrímur voru farnar að líkjast heldur betur, en góð sam- skipti við sýkingavarnir og leiðbeiningar þar um hjálpuðu með þennan vafa. Breyting á opinni deild í lokaða deild Undirbúningur Áður en fyrsti sjúklingurinn greindist með covid á Íslandi fór mikill viðbúnaður í gang. Á smitsjúkdómadeild voru til full- búnar einangrunarstofur. Byrjað var á því að fara yfir hlífðar- búnaðinn sem deildin átti. Þegar SarS-faraldurinn var 2003 voru útbúnir kassar með hlífðarbúnaði þar sem eitt sett af öllu fyrir hvern starfsmann var í sér pokum. Yfirfara þurfti þessa tvo kassa og uppgötvaðist að ekki hafði verið átt við þá í mörg herrans ár. Þarna voru sloppar sem ekki var vitað hvort voru full nægjandi. gamlar grímur og andlitshlífar voru með morkn - aðar teygjur og hanskar ónýtir. Byrjað var á því að endurnýja þetta allt enda tími til kominn. hjólaborði var komið fyrir framan einangrunarstofu með öllum hlífðarfatnaði, helstu pokum fyrir rusl og lín og handspritt til hreinsunar. Speglar voru keyptir til að hafa fyrir framan stofur til að starfsfólk gæti séð hvort hlífðarfatnaður sæti rétt. Veggspjöld sýkingavarna um hvernig átti að klæða sig í og úr voru stækkuð, plöstuð og hengd upp. Veggspjaldið með myndum af því hvernig átti að klæða sig upp var fyrir framan stofuna en veggspjald um fyrsta covid-19-legudeildin á íslandi: smitsjúkdómadeild a7 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 11 Starfsmaður með andlitshlíf. Mismunandi tegundir gríma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.