Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 13
svæðinu til að geta flutt sjúklinga í rannsóknir, súrefniskútar þurftu líka að vera fyrir innan og nóg til fyrir fram an þegar þörf var á. allt sem fór inn á deildina þurfti að virkonþvo ef það fór út af deildinni. allt rusl og lín þurfti að taka fram í skála og því þurfti að koma upp tveimur stórum grindum fyrir það. Þó að gæðaskjal sé til um frágang á rusli og líni var óljóst hvernig manneskjan sem tók á móti átti að vera klædd. Í fyrstu voru skilaboðin um að nóg væri að vera með skurðstofugrímu og hanska. Síðar bættist við margnota sloppur eða svunta. Í raun voru allar upplýsingar óljósar í fyrstu því nýjar upplýsingar um sjúkdóminn bárust daglega. fyrir faraldur notaði deildin að mestu litla gula poka merkta „Sóttmengað — brennist“ en mjög fljótlega kom í ljós að það dugði engan veginn. Til þess var ruslið allt of mikið og mikið mál að troða svörtum pokum í gulu pokana. Einnig myndaðist meiri gustur við það og því nauðsynlegt að nota stóru pokana. Eftirleiðis var reynt að fá eingöngu stóra gula poka á deildina til að auðvelda vinnuna sem mest. Verkefni stoðþjónustu fluttust yfir á starfsmenn deildarinnar Starfsfólk þurfti að taka á sig alls konar verk sem stoðdeildir sáu venjulega um. Þegar kom að ræstingu var það engin undan - tekning. Þrátt fyrir að einn ræstingastarfsmaður væri fenginn til að halda utan um ræstingu á deildinni var aukin þörf á að spritta oftar snertifleti deildarinnar. rúmaþvottur fór á hendur starfsmanna og þegar deildin var lokuð og eingöngu sjúklingar með covid þar þá dugði í raun að spritta rúmin vel á milli sjúk- linga. annað var virkon þvegið. keyptir voru úða brúsar til að fylla með spritti til að auðvelda sótthreinsun. Öll vinna í tengslum við máltíðir fór á hendur starfsmanna því býtibúrs - konan var á hreina svæðinu. Matur var strax pantaður í ein- nota umbúðum og þegar deild var lokuð þurfti að ferja matarbakkana inn í gegnum fordyrið og starfsmenn afhentu matinn. Ýmsir byrjunarörðugleikar komu í ljós við þetta hlut- verk, t.d. að gleyma ekki að gefa kaffið sem var alltaf í höndum ritara á kvöldin eða býtibúrsstarfsmanns á daginn. Einnig upp- götvaðist að enginn starfsmaður kunni á klakavélina sem var á deildinni því það var alltaf í höndum býtibúrsstarfsmanns. klaki var bráðnauðsynlegur við þessar að stæður þar sem deildin varð enn þá heitari og loftlausari við lokun hennar og sjúklingar í stofum með engum opnanlegum gluggum. Vegna þessa þurfti að setja upp leiðbeiningaskjal um notkun klaka- vélar. Næring starfsmanna Matur starfsmanna breyttist þannig að panta þurfti hádegis- mat og svo þurfti ritari í fyrstu að sækja fyrir starfsfólkið áður en sendingarþjónusta komst í gagnið. Ekkert aðgengi að vatni var nema úr sjúklingavaski því kaffistofa starfsmanna fór inn á sjúklingaherbergi fremst á gangi deildarinnar. Þar var vaskur sem ekki var talinn með gott drykkjarvatn. Starfsmenn voru þó gífurlega heppnir því stórar sendingar frá fyrirtækjum úti í bæ héldu heitum og sveittum starfsmönnum vel vökvuðum. Þegar deildin var lokuð var ekkert býtibúr fyrir starfmenn á hreina svæðinu, þar af leiðandi fór að skorta hluti eins og hnífapör því uppþvottavélin var inni á menguðu deildinni. fyrsta covid-19-legudeildin á íslandi: smitsjúkdómadeild a7 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 13 Myndir af öllu starfsfólki prentaðar út í lit og plastaðar þannig að hver og einn var merktur með mynd og nafni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.