Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 18
Samhugur í verki og vilji til að leggja sitt af mörkum Þrátt fyrir að ástand undanfarinna vikna hafi tekið á marga þá er einkennandi sam- hugur í verki og vilji til að leggja sitt af mörkum. frá því í marsbyrjun hefur starf Ás- laugar Sölku grétarsdóttur, verkefnastjóra á heilbrigðisupplýsingasviði embættis landlæknis, meira og minna snúist um covid-19. „Við höfðum samband við þá sem greindust með covid-19, fórum með kerfisbundnum hætti yfir hvenær einkenni hóf- ust, hverja þeir umgengust á þeim tíma sem þeir hefðu getað verið smitandi og settum þá einstaklinga í sóttkví. Þetta gátu verið löng og flókin símtöl og mikilvægt var að velta upp álitamálum með teyminu. „Það er aðdáunarvert hvað fólk brást vel við símtölum frá okkur í rakningateyminu, bæði þeir sem voru að komast að því að þeir voru smitaðir, sem og þeir sem þurftu að fara í sóttkví. Við vorum að hringja í fólk með íþyngjandi kröfur um einangrun og sóttkví en var nánast alltaf mætt með skilningi og þakklæti fyrir okkar störf,“ segir Áslaug Salka. 18 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 „Allir lögðu sig fram við að læra nýja dansinn“ — Hjúkrunarfræðingar í framlínunni á tímum covid-19 „Þessi tími er svo óraunverulegur og mér líður stundum eins og ég sé stödd í bíómynd,“ segir Sólveig Gylfadóttir, en hún er einn af fjöldamörgum hjúkrunarfræðingum sem staðið hafa í framlínunni undanfarið vegna kórónufaraldursins, eða covid-19. Það er óhætt að segja að miklar breytingar hafi orðið á daglegum verkefnum fjöldamargra heilbrigðisstarfsmanna en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsti eftir reynslusögum hjúkrunarfræðinga sem staðið hafa í framlínunni til að fá innsýn í áður óþekkt starfsumhverfi og reynslu. Við vorum að setja okkur í hættu með því að sinna þessu fólki, og maður hefur það alltaf á bak við eyrað hversu mikilvægt það er fyrir okkur að huga því sérstaklega vel að hlífðarbúnaði og hrein- læti. Þetta hefur einnig haft töluverð áhrif á líf manns utan vinn- unnar.“ Sólveig Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild Landspítala. Erla Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi fræðslu og starfsþróunar og hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.