Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 30
Enginn smitast af starfsfólki deildarinnar Starfsfólk deildarinnar þurfti að sjálfsögðu að klæðast viðeigandi hlífðarfatnaði við störf sín, hvernig gekk það? „já, það er rétt, starfsfólkið í Birkiborg þurfti að vera í hlífðarbúnaði. Þetta er mjög óþægilegur klæðnaður, þungt og heitt. Það sem líka er áhugavert við hlífðarbúnaðinn er samskiptin við sjúklingana sem verða svip- brigðalaus og ópersónuleg.“ En var Sólveig aldrei sjálf hrædd um að smitast eða hennar starfsfólk á deildinni? „Það kom nokkrum sinnum upp á Birkiborg að hjúkr- unarfræðingar og læknar héldu að þeir væru komnir með covid-19. Þá var sent sýni og viðkomandi fór í sóttkví þar til niðurstaða kom. Enginn greindist jákvæður sem betur fer.“ magnús hlynur hreiðarsson 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 „Já, ég held að það hafi ekki komið hjúkrunarfræðingum á óvart að þeir mundu taka til hendinni í þessum faraldri. Það virðist samt vera að renna upp ljós fyrir ýmsum öðrum. Hjúkrunarfræðingar eru og hafa verið hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Það verður ekki rekið án þeirra.“ Mikið álag hefur verð á starfsfólki deildarinnar síðustu vikur en allir stóðu sig með mikilli prýði og hafa unnið þrekvirki á covid-19-tímum. Ljósmynd/Landspítalinn.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.