Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 39
„það sem ekki drepur mann, það herðir mann!“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 39 Það sem gerðist í þessu öllu var að þeir sjúklingar sem við erum hvað oftast að sinna komu ekki. Það var eins og allt annað hafi lagst í dvala. Enda sýnir tölfræðin það þegar rýnt er í hana fyrir fyrstu mánuði ársins. En nú erum við aftur farin að fá slys, heila-, æða- og hjartaáföll til okkar. Deildinni hefur verið breytt til baka að mestu í sitt fyrra horf. Síðastliðnar vikur hafa einungis verið gerðar bráðaaðgerðir. Að vonum hafa biðlistar vegna ákveðinna valaðgerða lengst en unnið verður markvisst að því að vinna á því. Starfsemin á vöknun er komin í fyrra horf og það er farið að gera valaðgerðir eins og áður,“ segir Ólöf. Umfangsmikið starf Ólöf segir að deildarstjóri hafi þríþætta ábyrgð, í fyrsta lagi fag- lega ábyrgð, í öðru lagi starfsmannaábyrgð og í þriðja lagi fjár- hagslega ábyrgð, þannig að starfið er umfangsmikið. Með henni starfa þrír öflugir aðstoðardeildarstjóra en það eru þær Elín Jónsdóttir, Sigríður Árna Gísladóttir og Þóra Gunnlaugs- dóttir. „Við erum stjórnunarteymi deildarinnar. Þekking á sviði stjórnunar og starfsemi sjúkrahúss er nauðsynleg og leiðtoga- hæfileikar þurfa að vera til staðar. Það þarf að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er og tryggja öryggi sjúklinganna. Það er meðal annars gert með því að viðhalda og þróa fagþekk- ingu. Starfsfólk þarf að fá tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi sínu. Hlusta þarf á viðhorf starfsfólksins og hvað það hefur fram að færa,“ segir Ólöf og bætir strax við. „Það þarf líka að tryggja aðföng og að nauðsynleg tæki séu til staðar. Stjórnun þarf að vera í samræmi við starfsmannastefnu spít- alans. Gera þarf starfs- og verklýsingar og mannaflaáætlanir. Það þarf að hvetja og hrósa starfsfólki og takast á við starfs- mannamál sem upp koma. Fjárhagsáætlun er gerð í samráði við rekstrarstjóra sviðsins og stöðug endurskoðun á sér stað á þeirri áætlun. Starfið er umfangsmikið og á gjörgæsludeild er sífellt verið að veita flóknari og sérhæfðari meðferð þar sem þörf er á sérþekkingu meðal hjúkrunarfræðinga. Samvinna fagstétta er það sem skiptir máli.“ Veikustu sjúklingar sjúkrahússins Á gjörgæslunni liggja veikustu sjúklingar Landspítalans sem þurfa flókna sérhæfða meðferð sem veitt er undir stöðugu eftir- liti og skráningu. Mikil samvinna er milli gjörgæsludeildanna á Landspítalanum, en ákveðin verkaskipting er þó milli deild- anna sem tengjast ákveðnum sérgreinum. „Já, gjörgæslan í Fossvogi tekur við fjöláverkasjúklingum, brunum, heila- áföllum og áverkum, alvarlegum sýkingu o.fl. Það hafa verið opin 6 rúmstæði á deildinni. Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi gjörgæsludeildanna en þar fer fram skamm- tímaeftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæf- ingar og deyfingar,“ segir Ólöf. Á gjörgæsludeildinni með Ólöfu vinna um 90 manns, hjúkr- unarfræðingar, sjúkraliðar og sérhæfðir starfsmenn. „Enginn dagur í mínu starfi er eins. Það má segja að grundvallarreglan sé sú að kortleggja daginn, setja sér markmið, skipuleggja sig en vera undir það búinn að allt fari á annan veg en ætlað er. Maður þarf að vera búinn undir það versta en vona hið besta, endurskoða og skipuleggja allt upp á nýtt og setja sér ný mark - mið. En alltaf þarf að hafa ábyrgðarsvið í huga og sinna þeim verkefnum í jafnvægi við viðfangsefni sem lúta að þeim sjúk- lingum sem eru á deildinni hverju sinni,“ segir Ólöf aðspurð um starfið á deildinni og hvernig dagarnir séu. Það hefur verið mikið lagt á Ólöfu og hennar starfsfólk á gjörgæslunni í kringum covid-19 eins og annað heilbrigðisstarfsfólk víða um landið. Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að smitast sjálf af kórónu - veirunni enda notaði hún og hennar starfsfólk alltaf hlífðarbúnað á deildinni þegar þess þurfti. „Enginn dagur í mínu starfi er eins. Það má segja að grundvallarreglan sé sú að kortleggja daginn, setja sér markmið, skipuleggja sig en vera undir það búinn að allt fari á annan veg en ætlað er. Maður þarf að vera búinn undir það versta en vona hið besta, endurskoða og skipu- leggja allt upp á nýtt og setja sér ný markmið.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.