Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 64
Talið er að allt að 40% þeirra sem búa inn á hjúkrunarheim- ilum séu með þunglyndi (Ellard o.fl., 2014). Einkenni og orsakir þunglyndis geta verið ýmiss konar og er því mikilvægt að kunna góð skil á þeim mælitækjum sem eru notuð til að meta þunglyndi og einnig að þekkja þau úrræði sem eru í boði fyrir aldraða með þunglyndi. Einkenni Einkenni um þunglyndi hjá öldruðum geta verið margs konar og oft önnur en meðal yngra fólks. Algengustu einkenni þung- lyndis hjá öldruðum eru viðvarandi depurð, áhugi og ánægja af lífinu minnkar verulega, orkuleysi og mikil þreyta. Fólk finnur fyrir vonleysi, einmanaleika og getur fundist það einskis virði. Það á erfiðara með að einbeita sér, finnur fyrir meiri óvissu og minni þess skerðist, það ber meira á rugli, fólkið fer að tala hægar og verður svartsýnna á lífið. Neikvæðar hugsanir gera vart við sig, sjálfsgagnrýni eykst og sjálfsálit minnkar (Lijun o.fl., 2014). Breytingar geta átt sér stað á daglegu lífi, svefnvenjur breyst, matarlyst minnkað og þyngd breyst. Fólk getur fengið hægða- tregðu, höfuðverk, kynhvötin minnkað, það getur fund ið fyrir meiri óróleika og orðið félagslega einangraðra. Áhyggj ur og kvíði verður meiri og hugsanir um dauðann aukast (Kennedy- Malone o.fl., 2019). Orsakir Skýringar á þunglyndi hjá öldruðum geta verið ýmsar en svefntruflanir eru algeng orsök. Aldraðir finna fyrir ýmsum líkamlegum breytingum og greinast jafnvel með sjúkdóm sem getur stuðlað að þunglyndi. Einnig er þekkt að missir á sjálf - stæði og að vera ekki lengur sjálfbjarga með daglegar venjur getur leitt til skertrar sjálfsmyndar. Áföllum sem fólk hefur orðið fyrir í lífinu, eins og félagsleg áföll og ástvinamissir eða að missa maka sinn, fylgir mikil þjáning, sorg og ein mana - leiki. Einnig getur skilnaður við maka og fjárhagsáhyggjur eftir að fólk hættir að vinna sökum aldurs stuðlað að þung- lyndi. Talið er að 40% aldraðra finni fyrir einmanaleika (Lijun o.fl., 2014). Matstæki Það getur verið erfiðleikum bundið að greina þunglyndi hjá öldruðum einstakling þar sem einkennin geta verið svipuð öðrum einkennum sem fylgja því að eldast, svo sem minni virkni og skortur á frumkvæði (Mark o.fl., 2016). Til að meta þunglyndi hjá öldruðum eru notuð matstæki sem gefa okkur vísbendingu um hugsanleg þunglyndiseinkenni. Matstækið sem er aðallega notað fyrir þunglyndi meðal aldraðra nefnist GDS (e. Geriatric Depression Scale). Þessi kvarði var búinn til árið 1983 með aldraða í huga og er einfaldur í notkun (Merk - in o.fl., 2019). Tvenns konar útfærslur eru af mælitækinu. Fyrri útgáfan inniheldur 30 spurningar og styttri útgáfan inniheldur 15 spurningar, einstaklingurinn svarar já eða nei eftir því sem við á (Merkin o.fl., 2019). Einnig eru til fleiri matstæki, þar má nefna kvíða- og þunglyndiskvarðann HADS (e. The Hospital Anxiety and Depression Scale) en í honum eru 14 atriði sem skiptast svo í tvo kvarða, þunglyndiskvarða og kvíðakvarða. HADS-mælitækið hefur reynst vel til að greina þá sem eru með vanlíðan og er einnig næmt fyrir ástandi hins aldraða ef einhverjar breytingar verða á meðferð hjá honum. Einnig eru 64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Þunglyndi meðal aldraðra: Einkenni, orsök, mat og meðferð Arna Vignisdóttir Þunglyndi er einn af algengustu sjúkdómum í heiminum, en um 15% aldraðra eru metnir með þunglyndi og talið er að á árabilinu 2015 til 2050 muni hlutfall þeirra sem eru með þunglyndi hækka í 22% (World Health Organization, 2017). Á Íslandi er um 20.000 manns greindir með þunglyndi og af þeim eru aldraðir um 12% og er það um 50% meira en í öðrum aldurshópum hér á landi. Eldri konur eru líklegri til að greinast með þunglyndi en eldri karlar, og voru 11% kvenna en 4,5% karla með þunglyndi af þeim sem voru 67 ára og eldri árið 2015 (Hagstofa Ís- lands, 2015). Áföllum sem fólk hefur orðið fyrir í lífinu, eins og félagsleg áföll og ástvinamissir eða að missa maka sinn, fylgir mikil þjáning, sorg og ein- manaleiki. Einnig getur skilnaður við maka og fjárhagsáhyggjur eftir að fólk hættir að vinna sökum aldurs stuðlað að þunglyndi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.