Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 82
Aðferð Rannsóknarsnið og þátttakendur Rannsóknin var framskyggn, lýsandi þversniðsrannsókn með samanburði mælitækja og tvíteknum mælingum fyrir hluta þátttakenda. Notað var hentugleikaúrtak og gögnum safnað frá tveimur hópum. Í öðrum hópnum (n = 100) var fólk að hea endurhæfingu á endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri á Kristnesi sem er fimm daga sólarhrings- og dag- deild fyrir fullorðna. Innlagnir eru skipulagðar fyrir fram og endurhæfingin einkennist af bæði hóp- og einstaklingsþjálfun, allt eir eðli færniskerðingarinnar (Sjúkrahúsið á Akureyri, 2018). Í hinum hópnum (n = 79) var fólk með hjarta- og/eða lungnasjúkdóma í viðhaldsþjálfun á HL-stöðinni á Akureyri. Þjálfunin fer fram í nokkrum hópum á mismunandi erfiðleika- stigi og hver um sig æfir tvisvar til þrisvar í viku (HL-stöðin Akur eyri, e.d.). Valviðmiðin voru að vera 18 ára eða eldri, skilja ritað íslenskt mál og vera fær um að svara spurninga- listum án aðstoðar. Gögnum var safnað með tveimur stöðluðum mælitækjum, WHODAS 2.0 og SF-36v2-lífsgæðakvarðanum, sem bæði eru spurningalistar. Að auki svöruðu þátttakendur átta bakgrunns- spurningum um lýðfræðileg atriði og heilsufar. Öll gögn í rannsókninni voru ópersónugreinanleg og við framkvæmd rannsóknarinnar var farið með persónuupplýsingar og skrán- ingu þeirra í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sjúkrahúsið á Akureyri og HL-stöðin veittu leyfi fyrir gagnasöfnuninni. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri (nr. 5/2014) og tilkynnt til persónuverndar (nr. S6952/2014). Mælitæki WHODAS 2.0 var þýtt samkvæmt leiðbeiningum WHO um þýðingu, bakþýðingu og álit rýnihópa. Tveir af höfundum þessarar greinar þýddu listann úr ensku á íslensku og sú þýðing var lögð fyrir fimm einstaklinga í endurhæfingu. Fjórir þeirra mynduðu síðan rýnihóp með fyrsta höfundi þar sem skiljan- leiki spurninganna var ræddur. Nokkrar ábendingar um upp- setningu og orðalag komu fram og þau atriði voru lagfærð. Síðan var listinn lagður fyrir og ræddur við tvo til viðbótar og gerðu þeir ekki neinar athugasemdir. Listinn var þá bakþýddur á ensku af fagaðila í endurhæfingu með gott vald á báðum tungumálum. Ítarleg skoðun þýðendanna tveggja og saman- burður ensku frumútgáfunnar við bakþýðinguna sýndi að þessar tvær útgáfur rímuðu vel saman og því var íslenska þýð - ingin talin tilbúin til prófunar. SF-36v2-lífsgæðakvarðinn (útgáfa 2) (Ware og Gandek, 1998) er sjálfsmatskvarði fyrir heilsutengd lífsgæði fólks. Hann inniheldur 36 spurningar sem deilast á átta undirkvarða: (1) líkamleg virkni (e. physical functioning), (2) líkamlegt hlutverk (e. role physical), (3) verkir (e. bodily pain), (4) almennt heilsu- far (e. general health), (5) lífsþróttur (e. vitality), (6) félagsleg virkni (e. social functioning), (7) tilfinningalegt hlutverk (e. role emotional) og (8) geðheilsa (e. mental health). Mögulegur stigaöldi er á bilinu 0–100 og fleiri stig endurspegla meiri lífsgæði. SF-36v2 var þýddur árið 2003 og próffræðilegir eigin - leikar þýðingarinnar hafa síðan verið rannsakaðir (Margrét Eiríksdóttir, 2011). Gagnaöflun Gagnasöfnun fór fram frá desember 2015 til desember 2016. Á Kristnesi var öllum sem uppfylltu valviðmiðin boðið að taka þátt þar til 100 manns höfðu gefið vilyrði fyrir þátttöku. Hver þátttakandi fékk umslag með spurningalistunum WHODAS 2.0 og SF-36v2 auk bakgrunnsspurninga og kynningarbréfs um rannsóknina þar sem kom fram að með því að svara og skila spurningalistunum hefði viðkomandi samþykkt þátttöku í rannsókninni. Listunum var síðan skilað í lokuðu umslagi í merktan kassa á deildinni. Á HL-stöðinni buðu sjúkraþjálfarar stöðvarinnar þátttöku öllum sem uppfylltu valviðmiðin og af- hentu þeim WHODAS 2.0 spurningalistann, bakgrunnsspurn- ingar og upplýsingabréf samsvarandi því sem notað var á Kristnesi. Tveimur til þremur vikum síðar var WHODAS 2.0 lagt aur fyrir þessa þátttakendur. Þeim var gefið kóðunar- númer í upphafi sem tengiliður á stöðinni hélt utan um en aðeins hann hafði aðgang að tengingu númeranna við nafna- lista þátttakenda. Þannig var bæði hægt að fyrirbyggja rekjan- leika listanna og para saman viðeigandi gögn eir tvær um - ferðir. Í leiðbeiningum er viðkomandi beðinn að hugsa um síðastliðna þrjátíu daga þegar hann svarar WHODAS 2.0 spurn ingalistanum og tekið fram að fólk sem ekki stundar vinnu eða nám eigi ekki að svara spurningum í þeim flokki. Tölfræðileg úrvinnsla Hrátölum allra undirkvarða WHODAS 2.0 var umbreytt í jafnbilakvarða samkvæmt leiðbeiningum frá WHO (WHO, 2010). Innri áreiðanleiki var reiknaður með Cronbachs-alfa fyrir WHODAS 2.0 í heild og alla undirflokka þess. Áreiðan- leiki endurtekinna mælinga var reiknaður með innanflokks- Fylgnistuðli (e. intra class correlation, ICC; two-way mixed effects model) fyrir undirkvarðana og mælitækið í heild. fylgni stuðull Spearmans var notaður til að reikna fylgni milli allra undirkvarða mælitækjanna WHODAS 2.0 og SF-36v2. Út frá eðli spurninga innan undirkvarðanna og með hliðsjón af niðurstöðum tveggja stórra erlendra rannsókna, með sam- tals 2.160 þátttakendum í endurhæfingu (Moen o.fl., 2017, Garin o.fl., 2010), var búist við að minnsta kosti meðalsterkri fylgni (r > 4,0) 15 undirkvarða mælitækjanna tveggja, en veik- ari eða ómarktækri fylgni annarra undirkvarða. Notað var tölfræði forritið SPSS, útgáfa 23, og marktektarmörk sett við p < 0,05. Niðurstöður Á Kristnesi voru aentir 100 listar og svarhlutfallið var 81%. Á HL-stöðinni voru aentir 79 listar í fyrri umferð og svar- hlutfall var 85% (n = 67). Samtals voru þátttakendur því 148. Sextíu og órir þátttakendur (43%) svöruðu öllum spurn- ingum listans og 48 til viðbótar svöruðu öllu nema spurning- unum um vinnu og nám, 17 á Kristnesi og 31 á HL-stöðinni. hafdís hrönn pétursdóttir, ragnheiður harpa arnarsdóttir og guðrún pálmadóttir 82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.