Heimilispósturinn - 16.04.1951, Page 12

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Page 12
ingjum sínum frá þessu, sagði kunn- inginn: ,,Ó, það er húsið, sem draugagangurinn er í, Fólk hefur heyrt hávaða þar og séð gamlan mann rugga sér í ruggustól á svöl- unum. Þú verður þar ekki lengi.“ Hr. R. hló að þessu. En þegar hann var fluttur í húsið með f jölskyldunni, kom annað hljóð í strokkinn. Eitt kvöld, þegar öllum dyrum og gluggum hafði verið lokað, heyrði heimilisfólkið að gengið var upp stig- ann úr kjallaranum, hurðarhúni snú- ið og þrammað þvert yfir anddyrið. Skóhljóðið færðist að dyrum hjóna- herhergisins, en síðan var snúið við og farið sömu leið til baka og ofan stigann. Síðan heyrðust högg upp í eldhúsgólfið, glamrað var í diskum og ofnhurðum skellt. Að lokum var bar- ið harkalega á útihurðina. Hr. R. flýtti sér að opna útidyrn- ar og kallaði: „Hver er þar?“ Eng- inn anzaði. Hann náði i lukt og svip- aðist um fyrir utan. Enginn lifandi maður var sjáanlegur og engin spor sáust. „Kvöldið eftir,“ segir ungfrú R. í skýrslu sinni, „ heyrði heimilisfólk- ið mikinn hávaða í kjallaranum. Fað- ir minn og elzti bróðir fóru niður til að athuga, hvað væri á seyði. Bróðir minn hélt á lampanum. En þegar þeir komu niður í kjallarann, sáu þeir eitthvað, sem líktist geysi- stórum ketti standa innst í kjallar- anum. Þessi ófreskja var með rauð- an kjaft og gneistandi augu. Hún var á stærð við kálf. Bróðir minn varð svo skelkaður, að hann hljóp upp stigann og skildi föður minn eftir í myrkrinu. Faðir minn hrópaði og bað um ljós. Þeir voru báðir fölir og titrandi, þegar þeir komu upp aftur. Amma mín svaf á svefnbekk í dag- stofunni, en þar var píanó. Eina nótt- ina sá hún dökkklæddan mann sitja við píanóið. Hún varð svo hrædd, að hún ætlaði að hrópa á hjálp — en gat ekki komið upp neinu hljóði. Allt í einu var maðurinn horfinn. Stundum kom það fyrir, þegar móðir mín sat inni í dagstofunni, að hún heyrði skrjáfað í pappxr frammi í eldhúsinu. Hún fór fram, til þes3 að gæta að þessu. Þá hætti skrjáfið í eldhúsinu, en hélt áfram inni í dag- stofunni. Þegar hún fór aftur inn í dagstofuna, hófst skrjáfið á nýjan leik í eldhúsinu. Þetta gat gert mann brjálaðan. Við fluttum úr húsinu sem skjót- ast. Þegar við sögðum nágrönmm- um frá því, sem við höfðum séð og heyrt, véfengdu þeir okkur ekki. „Allir, sem hafa búið í þessu húsi.“ sögðu þeir, „hafa orðið varir við sömu reimleikana." Félagið hefur komist að þeirri nið- urstöðu við rannsóknir sinar, að ná- vist einhvers „miðils“ sé venjulega skilyrði draugagangs. Ef þessi „mið- ill“ er fjarlægður, hverfa reimleik- arnir. „Miðillinn" er oftast persóna, sem er andlega eða líkamlega van- gefin, oft piltur eða stúlka á gelgju- skeiði, en sjaldan fullorðin mann- eskja. x Markverðasta rannsóknarefni fé- lagsins til þessa er draugur, sem „fylgdi“ fjórtán ára dreng í Wash- ington. Drengurinn er nefndur John G. í skýrslum félagsins. Dr. Rhine frá Finkeháskólanum í Durham, var loks kvaddur til aðstoðar. Hann tel- ur þessa reimleika eina af hinum merkilegustu, sem hann hafi kynnzt. Reimleikarnir hófust fyrir einu ári. Þá var það dag nokkurn, að John, sem er geðugasti piltur, heyrði að klórað var í loft og veggi svefnher- bergisins. 1 fyrstu reyndi hann að leiða hávaðann hjá sér, því að hann hélt að hann stafaði frá rottum á háa- loftinu. En þegar krafsið elti hann, 10 HEIMILISPÓSTURINX

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.