Heimilispósturinn - 16.04.1951, Qupperneq 27
er í skipinu. Ég lét .opna lestarhler-
ana áðan, til þess að aðgæta, hvort
sjór hefði komizt í lestina. Hún getur
verið komin þangað niður.“
,,Hún getur verið í brunaskjólunum,
í björgunarbátunum —■ eða í ein-
hverri vöggunni."
Chris Wamer hafði ekkert lagt til
málanna. Að hans áliti var skepnan
svo stór, að hún gæti ekki dulizt.
Hann var í þann veginn að fara út
úr klefanum. Þegar skipstjórinn kall-
aði til hans: ,,Það fer enginn héðan
út, fyrr en við höfum ákveðið, hvað
gera skal.“
„Skipstjóri," sagði Bowman, „við
verðum að hefja þegar í stað leit að
slöngunni. Og ef við verðum ekki
búnir að finna hana fyrir myrk-
ur . . .“
„Það dimmir fljótt í kvöld.“
„Ég held, að þetta sé ekki rétt,“
skaut féhirðirinn inn í.
„Allir um borð eru ofurseldir
sömu hættunni. Allir verða að vera
varir um sig. Það er bezt að segja
öllum frá þessu strax. Eða við gæt-
um gert skyndileit fyrst.“
„Enginn veit, hvaða afleiðingar
fréttin getur haft — ég hef séð far-
þega á skipi sleppa sér af hræðslu."
,,En það er ekki rétt að leyna
þessu. Á þessu augnabliki getur
slangan legið hringuð undjir rúmi
einhvers kvenfarþegans. Við verðum
að segja frá þessu!"
„Og við getum ekki heldur leitað
um allt skipið, án þess að færa fram
einhverja ástæðu. Þetta fréttist fyrr
eða síðar. Það má ekki verða um
seinan."
Wood skipstjóri furðaði sig á því,
að hann skyldi ekki vera reiðari út
í Chris en raun var á. Pilturinn sat
þama þögull og leið hinar mestu sál-
arkvalir.
„Við leitum fyrst,“ sagði skip-
stjórinn að lokum, ,,og beri leitin
ekki árangur, vörum við farþegana
við hættunni. Vertu ekki svona á-
hyggjufullur, Chris —- við látum þig
leita á hættulegasta staðnum — í
farþegaflutningslestinni.“
Skipinu var skipt í leitarsvæði, og
brátt voru leitarmennimir farnir að
gá í hvern krók og kima á farrým-
unum. Kæruleysið i svip þeirra var
svo greinilega uppgerð, að farþeg-
arnir störðu undrandi á þá.
En hvergi sást rauðbrún slanga
með svörtum flekkjum skríða yfir
ábreiðuna, og hvergi fannst hún
hringuð i dimmu skoti. Það lá við
að Warner yrði illt, þegar hann stóð
á miðju lestargólfinu og leit í kring-
um sig í hálfrökkrinu . . . Titrandi
og sveittur fór hann að leita í lest-
inni. Hann var með langt prik og
kannaði með því allan farangurinn
og hvem myrkan krók. En engin
slanga var finnanleg.
Að lokinni leitinni hittust þeir í
klefa skipstjórans. Enginn hafði orð-
ið var við slönguna. Það varð að að-
vara farþegana.
Lífið um borð varð nú eins og mar-
tröð, sem varð æ skelfilegri eftir því
sem lengur leið. Menn þorðu ekki
að sofa um nætur, og enginn hafði
lyst á mat. Óttinn lá á öllum eins
og mara. Það voru aðeins börnin,
sem vom jafn kát og áður, því að
þau gátu ekki lesið skelfinguna í
augum foreldra sinna.
En fram að þessu hafði óttinn verið
þögull og lamandi, engin ofsahræðsla
hafði brotizt út. Þá var það einn dag,
að tveir svertingjar, sem voru kynd-
arar á skipinu, komu allt í einu æð-
andi upp á þilfarið og hlupu æpandi
fyrir borð. Þeir sukku strax. Sumir
héldu, að þeir hefðu séð slönguna, en
aðrir voru þeirrar skoðunar, að þeir
hefðu brjálazt af ótta við hana.
Nokkrum stundum seinna ætlaði göm-
ul kona að varpa sér fyrir borð, en
HEIMILISPÖSTURINN
25