Heimilispósturinn - 16.04.1951, Síða 30

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Síða 30
BARRY PAIN: LAN LÁN má fá í bönkum, en það er ekki ráðlegt. Bankinn tekur vexti, hann vill fá höfuð- stólinn aftur, og allur ágóðinn er hans megin. Það er allt of einhliða. Það er miklu betra að fá lán hjá prívatmönnum, þ. e. a. s. mönnum, sem eru ekki vanir að lána og vilja ekki lána. Mann- inn á að velja með gaumgæfni. Feitir menn eru örlátari en hor- aðir. Maðurinn á að vera nógu ríkur til þess að geta séð af lánsfúlgunni, en ekki svo ríkur, að hann hafi gert sér það að reglu, að lána aldrei peninga. Góð regla er það, að láta upp- hæðina ekki fara fram úr hundr- að krónum. Ef hún er hærri, fara menn að hugsa sig um. Þegar maður er búinn að koma sér niður á prívat-blæðara sínum, segir maður við hann: „Konan mín (eða móðir mín, eða bróðir minn) hefur verið veik, og ég hefi orðið fyrir af- skaplegum útgjöldum. Ég skammast mín fyrir að biðja um það, — gætirðu látið mig fá hundraðkall í nokkrar vikur, þangað til ég er kominn yfir það.“ Þetta er algengasti for- málinn. Það væri auðvitað ein- faldara að segja: „Gefðu mér hundrað krónur." En það þýðir það sama, og við höfum þó sjálfsálit! Þarna kemur spamaðurinn í Ijós: Maðurinn segir engum frá skuldinni, og lánstraustið rýrist þannig ekki. Hann tekur enga vexti, og ef hann fær skriflega viðurkenningu fyrir skuldinni, þá týnir hann henni. Eftir tvo mánuði má minnast á skuldina við hann með sorgarsvip, til þess að sýna heiðarleikann. Eft- ir f jóra mánuði er vonandi, að hann hafi gleymt skuldinni, eða haldi að skuldunauturinn hafi gleymt henni. Hvorugt er reynd- ar líklegt, — en maður hefur alltaf grætt himdrað krónur á braskinu. Það er sagt, að það hafi kom- ið fyrir einu sinni á átjándu öld, að maður hafi fengið lán hjá vini sínum og greitt það aftur með vöxtum. Tvö slík tilfelli eiga að hafa komið fyrir á nítj- ándu öld, en annað þeirra er mjög vafasamt. Slíkar undan- tekningar er ekki hægt að telja. Orðin að gefa og lána geta haft sömu merkingu. Ef menn biðja um að lána sér títuprjón, til þess að gera við axlaböndin sín, þá býst enginn við, að prjón- inum sé skilað. Fleira má fá lánað. Kunningi manns getur fengið whisky- flösku að láni, og sent hana aftur eftir einn eða tvo tíma, en þá er ekki mikið á henni. Hvað viðvíkur bókum, — en nú skulum við hætta. X. Fáséður fiskur. Veiddur við Kalmar einn fáséður fiskur, tveggja álna langur, skapt- ur nær sem langa, stóðu niður úr miðjum honum sem tveir mannsfæt- ur upp að miðjum kálfa, en 3 spjót upp úr miðju baki, en sem sverð í gegnum hnakkann og horfði hjöltur- inn niður, en oddurinn upp, og þessi orð sáust á honum: VE. VE. VE DEN MENS. (Skarðsárannáll, 1615). 28 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.