Stefnir - 01.10.1951, Page 34

Stefnir - 01.10.1951, Page 34
32 STEFNIR Doug-las Hyde með dóttur sína. okkur eftir henni eins og agaðir fIokksmeðlimir“. Ég sagði þetta oft sjálfur og trúði því í raun og veru, að það væri satt. Flokksbundinn kommúnisti lif- ir virku lífi. Hann er þjálfaður til að vera leiðtogi og verður ávallt að fylgjast með hinu stöð ugt breytilega alþjóða ástandi, þannig að hann geti breytt hátt- erni sínu og lagað sig eftir hinni mjög breytilegu „flokkslínu“, Fyrir mig voru ekki margar frístundir til lesturs eða umhugs- unar um annað en það, sem við- kom kommúnismanum. Það gafst aldrei tími til frumlegrar íhugun- ar. Allt það, sem ég las, voru skotfæri til bardagans. Allt ann- að lestrarefni var munaður. Vin- ir mínir og þeir sem ég umgekkst voru allir í flokknum. — Flokk- urinn var líf mitt. Það er aug- Ijóst, að það er allt annað en auðvelt að finna veikan blett í hinni marxistisku brynju hjá slík- um manni. Hann er í raun og veru einangraður frá þeim heimi, sem hann berst gegn. SAMT SEM ÁÐUR vaknaði ef- inn — eftir 15 ár. í byrjun var hann lítt merkjanlegur og honum auðveldlega vísað á bug. Fyrr eða síðar kemur fram

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.