Stefnir - 01.10.1951, Page 34
32
STEFNIR
Doug-las Hyde með dóttur sína.
okkur eftir henni eins og agaðir
fIokksmeðlimir“. Ég sagði þetta
oft sjálfur og trúði því í raun
og veru, að það væri satt.
Flokksbundinn kommúnisti lif-
ir virku lífi. Hann er þjálfaður
til að vera leiðtogi og verður
ávallt að fylgjast með hinu stöð
ugt breytilega alþjóða ástandi,
þannig að hann geti breytt hátt-
erni sínu og lagað sig eftir hinni
mjög breytilegu „flokkslínu“,
Fyrir mig voru ekki margar
frístundir til lesturs eða umhugs-
unar um annað en það, sem við-
kom kommúnismanum. Það gafst
aldrei tími til frumlegrar íhugun-
ar. Allt það, sem ég las, voru
skotfæri til bardagans. Allt ann-
að lestrarefni var munaður. Vin-
ir mínir og þeir sem ég umgekkst
voru allir í flokknum. — Flokk-
urinn var líf mitt. Það er aug-
Ijóst, að það er allt annað en
auðvelt að finna veikan blett í
hinni marxistisku brynju hjá slík-
um manni. Hann er í raun og veru
einangraður frá þeim heimi, sem
hann berst gegn.
SAMT SEM ÁÐUR vaknaði ef-
inn — eftir 15 ár. í byrjun var
hann lítt merkjanlegur og honum
auðveldlega vísað á bug.
Fyrr eða síðar kemur fram