Stefnir - 01.10.1951, Page 22

Stefnir - 01.10.1951, Page 22
r 'i MENN OG MÁLEFNI Jóhann Þ. Jösefsson Jóhann Þ. Jósefsson er fæddur í Fagurlyst í Vestmannaeyjum 17. júní árið 1886. Þar bjuggu foreldrar hans, Guðrún Þorkels- dóttir og Jósef Valdason, skip- stjóri, kunnur dugnaðar og gáfu- maSur. FaSir Jóhanns drukknaSi, þegar hann var á fyrsta ári. StóS móSir hans þá uppi bláfátæk með 3 börn. Giftist hún síðar Magnúsi Guðlaugssyni, sem var formaður á bát, en hann drukkn- aði árið 1901. Þegar Jóhann misti stjúpföður sinn, sem gengið hafði honum og bræðrum hans í föður stað, var hann nýfermdur. Gerðist hann þá fyrirvinna móður sinnar. Efni heimilisins voru lítil. En Jóhann Þ. Jósefsson var frá blautu barns- beini alinn upp við mikla vinnu. Um það bil 10 ára gamall réðist hann í fiskvinnu og fékk þá 8 aura í kaup á klst. Sjálfmenntaður maður. Menntun fékk hann enga, utan barnaskólalærdóms. -— En áhugi hans fyrir að mennta sig vai svo ríkur og einlægur, að honum tókst þegar á æskuárum að verða ágæt- lega menntaður maður. Hann var um nokkurt árabil forstöðumað- ur franska sjúkrahússins í Eyjum. Þar umgekkst hann franska lækna hjúkrunarfólk og sjómenn. Af þeim og með eigin bóknámi nam hann franska tungu svo vel, að hann talar hana síðan og les reip- rennandi. Norðurlandamál, ensku og þýzku lærði hann mest að tala af sjómönnum þessara þjóða, sem viðskipli höfðu í Vestmannaeyj- um, en stundaði einnig eigið bók- nám. Er óhætt að fullyrða, að hann sé meðal færustu mála- manna landsins, enda þótt hann hafi ekkert tungumál numiö í skóla og enga kennara haft i þeim,

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.