Stefnir - 01.10.1951, Side 20

Stefnir - 01.10.1951, Side 20
STEFNIR JS Greipur kveður og víkur á brott úr skrifstofunni, en jafnsnemma hefur hann gleymt kaffinu og Elísabetu prestsdóttur og gengur álút- ur beint til útidyra og heldur af stað heimleiðis. „Drengurinn veit það þá ekki,“ hugsár 'hann. „Hún hefur sent hann á undan sér til þess að eiga ekki á hættu að barnið ljóstraði uDp um hana.“ Greipur Finnbogason brosir annarlegu brosi, liann finnur sig einan með Guðrún Þórðardóttur, hún treður krapið við lilið hans og gengur ögn álút eins og hann, hæði hafa nóg að bera; það er þó alténd munur að hafa samfylgd. Og enn er hann staddur á fellinu, sem eitt sér rís upp úr mýrar- sundunum og ber enda hærra en heiðarfláka og lyngholt þessarar sveitar, líkt og náttúran hafi safnað sér þar saman í dálitla háborg, skotið höfði upp úr sínu eigin moldarkafi til þess að geta horft það- an niður á sjálfa sig, hvernig hún bruðlár með allt sitt, lífsgjöful og drápfús á víxl. Já, hann er enn staddur á þessum stað, Greipur, úti fyrir klettasmugunni bak við húsið. Fyrir munna hennar rís nú blá- grýtishella áþekk tunnubotni að lögun og myr undir sér torfusnepil- inn frá í nótt. En ekki er þó tryggilegur umbúnaðurinn, —- ekki svo að hann hæfi fjársjóði, sízt ef hann er nú vafinn blóðugu líni merktu fangamarki. Nei. Greipur Finnbogason spennir af sér grádílótt-i sel- skinnstöskuna, lýtur niður og veltir hjarginu frá. Hryllingur fer um hol mannsins, handleggi, brjóst og höfuð, hríslar um hann allan, líkur sárum fögnuði, líkur hnífstungu sem bindur enda á kvöl. Hann tekur útburðinn varlega upp, vefur þétt að honum léreftið og leggur hann í töskuna, lokar töskunni. „Ég,“ hugsar maðurinn, -—• „nú er hann minn eins og hennar — hann og hún--------og við erum öll þrjú í þessu eina---------“ Hann reyndi af alefli að þröngva furðulegum kenndum sínum í eitthvert ákveðið, skiljanlegt form, binda þær saman í heild, en það var víst of snemmt, hann orkaði ekki að skeyta myndina saman. Hann var nú kominn á afvikinn stað í fellinu, þar sem móbergsöxl þess ypptist móti eyðilegri flatneskju grasheiðanna í vesturátt. Hér höfðu breytileg veður árstíðanna flegið hold frá beini landsins, síðan brotið beinið til mergjar. Enginn gróður, aðeins grjót. Móberg og aftur móberg skrúfað saman í kynlega hrauka með djúpum geilum á milli. Landslag mánans fullt af hellisgjögrum, snösum og kötlum

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.