Stefnir - 01.10.1951, Page 21
ÚTBURÐURINN
19
bauð hér heim einferlismanni og útburði hans. Hingað bar hann
byrði sína, inn í eitt dýpsta gjögrið, þangað sem bringa fellsins var
brotin upp.
„Hér,“ sagði hann upphátt og lagði barnskroppinn frá sér. Hann
var nú staddur inni í fellinu. Skútinn var eins og lmefi, sem holaður
hefur verið að innan; eins og brjóst þar sem hjartað hefur verið
sniðið burt. Ávalt brjóst og hjartalaust, ha-ha! og fram úr kross-
sprungu þar inni sytraði lítil vatnsrás skrafandi eitthvað við örður
og hnökra farvegsins, tautandi sjálfs síns þanka við tómlátt um-
hverfið, eins og ellin blind meðan hún þreifar í kringum sig eftir
grafarbarminum sínum.
„Hér,“ sagði Greipur Finnbogason öðru sinni og huldi útburðinn.
Hann dysjaði hann nakinn milli steina og safnaði öllum smástein-
um skútans á einn stað: yfir og allt um kring glæp Guðrúnar Þórð-
ardóttur, og sinn eigin fjársjóð. En koddaverinu hennar stakk hann
í töskuna.
Og gekk á brott.
Hann þurfti heim eins og aðrir ■—■ heim á Gullberastað.
MAÐUR nokkur, sem hélt á stól í hendinni, kom til eigandans í
fornverzlun, og spurði hvers virði stóllinn væri.
„Fimmtíu króna virði,“ svaraði fornsalinn.
Ungi maðurinn setti upp undrunarsvip. „Er hann áreiðanlega
ekki meira virði?“
„Fimmtíu krónur er hámarkið, vinur minn,“ svaraði fornsalinn
og hristi höfuðið. „Sjáðu þetta?“ Hann benti á brotalöm á einum
stólfætinum. — „Og síðan hérna, þar sem málningin er farin að
mást af.“
„Jæja, það er ágætt,“ sagði ungi maðurinn og tók upp veski sitt.
„Ég sá þenna stól hérna fram við dyrnar og sá hann var merktur
160 krónur, en ég hélt það hlyti að vera mistök. En fyrir 50 krónur
vil ég kaupa hann.