Stefnir - 01.10.1951, Side 29
MENN OG MÁLEFNI
27
síðar af Ólafi Thors, atvinnu-
málaráðherra.
Þegar Ólafur Thors myndaði
minni hluta stjórn Sjálfstæðis-
flokksins haustið 1949, varð Jó-
hann Þ. Jósefsson atvinnumála-
ráðherra.
I sjávarútvegsmálum sýndi Jó-
hann sama skilning á högum sjó-
manna og útvegsmanna sem ráð-
herra og hann jafnan hafði gert
sem þingmaður.
! samningum við erlend ríki.
I tvo áratugi hefur Jóhann Þ.
Jósefsson verið einn þeirra
manna, sem mest afskipti hefur
haft af utanríkisviðskiptum Is-
lendinga. Það var ríkisstjórn
Tryggva Þórhallssonar, sem fyrst
fékk hann til samningagerðar fyr-
ir hönd landsins. Var það árið
1931 við Þýzkaland. Allt frá þeim
tíma og til 1939 annaðist hann
viðskiptasamninga við Þjóðverja,
oftast einn, og naut þá leiðbein-
ingar þáverandi sendiherra okk-
ar í Kaupmannahöfn, Sveins
Björnssonar, núverandi forseta
íslands. Nokkrum sinnum vann
hann að þessum málum með Óla
Vilhjálmssyni forstjóra S.I.S. í
Kaupmh. Tókst honum og þeim
er saman unnu að þessum málum
að greiða mjög fyrir viðskiptum
íslendinga við þessa öndvegis-
þjóð meginlandsins. Eftir að
heimsstyrjöldinni lauk hefur hann
einnig haft afskipti af viðskipt
um íslands og Þýzkalands. Fyrir
störf sín á þessu sviði var Jó-
hann fyrir nokkrum árum sæmd-
ur stórriddarakrossi hinnar ís-
lenzku Fálkaorðu.
Sem meðlimur í síldarútvegs-
nefnd, meðan hann átti þar sæti,
hefur Jóhann einnig farið margar
ferðir til útlanda til samninga og
markaðsleita.
Jóhann Þ. Jósefsson hefur
einnig átt sæti á Evrópuþinginu
í Strassbourg fyrir hönd íslands
og sat í fyrra Alþjóðaþingmanna-
sambandsþingið í Dublin, sem á-
heyrnarfulltrúi fyrir Alþingi.
Heimili og fjölskylda.
Jóhann Þ. Jósefsson er tvígift-
ur. Fyrri kona hans var Svan-
hvít Ólafsdóttir, Arinbjarnarson-
ar, fyrrum verzlunarstjóra í Borg
arnesi og Vestmannaeyjum. Þau
giftust árið 1915. En hún lézt
eftir eins árs sambúð.
Árið 1920 giftist Jóhann
Magneu D. Þórðardóttur, sjó-
manns Þórðarsonar í Reykjavík.
Hafa þau átt 3 börn, Svönu
Guðrúnu, sem er gift Roger
Hodgson, vélaverkfræðingi í