Stefnir - 01.10.1951, Page 57
ELDGOSIÐ
55
sýkja svo öndunarfærin, að fyrr
eða síðar myndum við verða
gripin svima og falla og kveljast
til dauða.
Djúpt undir fótum okkar
heyrðum við allt í einu dimm-
ar skruðningar og við snarstönz-
uðum. Daufur brestur og síðan
sömu skruðningarnar aftur. Ég
leit á fölt andlit Mary og reyndi
að lesa úr augum hennar hvað
þessi hávaða boðaði. Þá greip
hún hönd mína.
„Fljótt“, sagði hún, „við verð-
um að flýta okkur yfir hraunið.
Eftir stutta stund opnast fjallið
og það gerir það fyrst þar sem
skorpan er þynnsst. Komið! Eitr-
uð brennisteinsgufan gaus upp og
vindurinn bar gufuna á móti okk-
ur. Við fundum til sviða í munni
og nefkoki.
Það var aðeins um eitt að ræða,
meðan við höfðum þunna hraun-
lagið framundan okkur — taka
til fótanna, í hvert skifti, sem
vindurinn bar gufuský á móti
okkur, og hlaupa þvert í gegnum
það, með hendurnar fyrir munni
og nefi. Fyrst þegar við vorum
komin yfir hraunlagið var vind-
urinn okkur til hagræðis, því þá
feykti hann gufunni í áttina frá
okkur.
Að lokum komum við að 180
metra beltinu, sem var hið eigin-
lega hættusvæði. Mér fannst
hraunið brenna undir fótum mér.
Gúmmíhælarnir á stígvélunum
mínum bráðnuðu og klesstust
fastir í grjótið.
Tíu metra frá okkur til hægri,
gaus upp í loftið þunnur, heitur
gufustrókur. Vindurinn feykti
honum yfir stíginn að baki okkar.
Það fór hrollur um mig. Á því
andartaki, sem slíkur gufustrókur
gysi upp fyrir framan okkur,
myndum við ganga beint inn í
dauðann. Undir þunnri jarðvegs-
skorpunni heyrðum við þrumur
af eldi og sjóðandi hraunleðju
og dimmir skruðningar í brenn-
andi grjóthnullungunum, sem
skullu saman. Fimmtíu metrar —
fimmtíu metra enn. Svo hnaut ég.
Meðan ég lá með andlitið niður
við brennandi heitt hraunið fann
ég brennisteinsfýluna fylla lung-
un. Ég fann til svima og þyngsla
í höfðinu, reis upp, skjögraði og
féll aftur. Hóstandi reis ég upp
á ný og samtímis sá ég Mary
skjögra tvo metra fyrir franan
mig og með hásri stunu hneig
hún niður í gufuskýið, sem steig
upp um sprungu á hrauninu
undir fótum hennar. Ég lyfti
henni upp og sá að hún hafði
misst meðvitundina. Meðan ég
hélt áfram yfir hraunið með Mary
í fanginu, gusu upp tvær gufu-