Stefnir - 01.10.1951, Page 44
Þegar hljómmyndin var framleidd
fyrir 25 árum.
Umbrotin í Hollywood
eftir ROLF RANDALL
'C'YRIR 25 ÁRUM, þann 6.
ágúst 1926, varð viðburður,
sem átti eftir að hafa róttæk á-
hrif á þróun kvikmyndagerðar-
innar í framtíðinni. Því þann
dag hafði Warner Bros frumsýn-
ingu á fyrstu hljómmynd sinni
á Broadway í New York.
Frumsýningarinnar var beðið
með óþreyju. Dagskráin var
nokkrar smámyndir og aðal-
myndin: „Don Juan“.
Fyrsta myndin var með Will
Hays, forseta ameríska kvik-
myndaráðnns, sem hélt ræðu í
þessu tilefni. Síðan kom mynd
með New York fílharmoniska
orkestra, Mischy Elman er lék
á fiðlu, söngkonunum Marion
Falley og Anna Case, ásamt hin-
um heimskunna píanóleikara
Harold Bauer. Að því búnu kom
svo aðalmynd kvöldsins: „Don
Juan“ með John Barrymore í að-
alhlutverki.
Frumsýningin var áhrifamikil
svo langt sem hljómútbúnaður-
inn náði. Aðalmyndin var búin
út með hljómlist og hljóðeftir-
líkingum, en ekki tali.
V
FLESTUM var ljóst, að hljóm-
myndirnar mvndu hafa mikla þýð-
ingu í framtíðinni, en hið raun-
verulega takmark, sem Warner
Bros hafði þó sett sér, var að
framleiða talmynd. Og í veginum
fyrir því voru tvær erfiðar hindr-
anir. í fyrsta lagi voru kvik-
myndavélarnar ekki útbúnar með
hljómútbúnaði, sem var mjög dýr
í þá daga. Og í öðru lagi voru
upptökutæki hljómmyndanna ekki
þannig útbúin, að hægt væri að
taka með þeim talmyndir með
hreyfingum og hraða. Og það er
einmitt þetta, sem kvikmynda-
framleiðendum hefur nú tekizt að
ná í myndum sínum eftir margra
ára tilraunir. Með framleiðslu