Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 7
VÍÐSJÁ
5
mjög hverfulir og breytilegir
eftir árstíðum. íslenzk fiskiskip
sækja lítt á mið annarra þjóða.
íslendingar biðjast þess eins að
fá að hafa í friði fiskimiðin við
strendur sínar, sem eftir bæði
guðs og manna lögum hljóta
fyrst og fremst að vera eign
þeirrar þjóðar, sem Island bygg-
ir. ísland er skýrt afmarkað frá
öðrum löndum, og landgrunnið
umhverfis landið er einnig skýrt
armarkað. Það er því í alla staði
réttlátt, að þetta landgrunn sé
innan íslenzkrar landhelgi. Það
er líka sú krafa, sem íslendingar
munu ekki hvika frá — að allir
firðir og flóar og landgrunnið
allt verði talið innan íslenzkrar
landhelgi og eign Islendinga
einna. Með þeirri kröfu sinni eru
íslendingar ekki að ganga á rétt
nokkurrar þjóðar. Því miður
skortir þá máttinn til þess að á-
kveða slíka stækkun landhelg-
innar með einhliða yfirlýsingu
eins og Rússar og Bandaríkja-
menn, en þeir geta ekki trúað
því, að nokkur réttsýn og sann-
gjörn þjóð standi gegn þessu rétt-
lætismáli þeirra, því afi líf þjó'ð-
arinnar og efnahagslegt sjálf-
stœSi hennar er í veði, ef þessit
fœst ekki framgengt innan
skamms.
Rússar og íslenzk landhelgi.
Bretar geta þó vitnað til þess
kröfum sínum til stuðnings, að
þeir verji sjálfir aðeins þriggja
mílna fiskveiðilandhelgi fyrir
sínu landi, en þar gegnir öðru
máli með Rússana. Þeir banna
öllum veiðiskipum og reyndar
öRum skipum að koma nær sín-
um ströndum en 12 mílur. Þrátt
fyrir það hafa þeir hvað eftir
annað farið inn í íslenzka land-
helgi og jafnan haft í frammi
mótmæli, er íslenzk varðskip
hafa tekið þá. Þar sannast sem
oftar, að kommúnistum finnst
sjálfsagt, að um þá gildi önnur
lög en aðra menn. Islenzkir
kommúnistar hafa lika talið það
hlægilegt, er ágengi Rússa hefur
verið átalin, því að ekki hefur
mátt móðga herra-þjóðina. Þeir
eru alltaf samir við sig með und-
irlægjuháttinn við Rússa.
Frjdls verzlun.
I næstum tvo áratugi hafa
margvíslegar hömlur verið á
innflutningsverzlun íslendinga.
Frameóknarmenn eru höfundar
verzlunarhaftanna og nutu þar
dyggilegs stuðnings sálufélaga
sinna, kratanna. Nú hafa hins
vegar verzlunarhöftin gengið sér
svo til húðar, að Framsóknarmenn