Stefnir - 01.10.1951, Qupperneq 15
ÚTBURÐURINN
13
fyrir þá tuggu. En þegar hann kom þangað sem fellið átti að vera,
þá var þar ekkert fell, það reis þverhnýptur hamar upp af mýrinni
í stað hinnar grasivöxnu brekku, ókleifur hamar grár af hrími og
snjósalla. En það sem hann furðaði mest á, var reyndar ekki þetta,
það var annað og miklu meira: I hamarinn var greypt stór mvnd af
konu, — svo eðlileg að hún var næstum ekki eins og mynd; hún
starði lifandi augum út úr berginu, út úr snjó og hrími, sem huldi
hár hennar og andlit og tindraði dauflega í hinu guggna ljósi morg-
unsins. En hún hreyfði sig ekki freka- en steinninn. því að steinn
var hún þrátt fyrir allt, stein-
runnin; í það minnsta samfrosta
við steininn. Og allt í einu þótt-
ist Greipur Finnbogason þekkja
hana: þetta var konan frá í gær-
kvöldi, Guðrún Þórðardóttir.
Langa stund stóð hann í sömu
sporum og starði upp til hennar.
Hvers vegna var hún þarna?
fannst honum hann hugsa, — hún
hafði ætlað upp að Heiði. Hafði
hún gengið í fellið, konan, í stað
þess að klífa það, og fellið síðan
steypt hamraþil og greypt gest
sinn í það kvikan,öllum vegfar-
endum til aðvörunar? Eða var
hér verið að gera honum — Greipi
Finnbogasyni frá Gullberastöðum — tækifæri til hetjudáðar? Til
björgunarafreks? Var honum hér gefinn kostur á að frelsa líf? í stað
þess lífs, sem hann hafði látið farast? Brjóta hamarinn utan af Guð-
rúnu, svo að hann sjálfur losnaði úr sínum eigin hamri og fengi á ný
þegnrétt í samfélagi mannanna? — Þetta þóttist hann í draumnum
ígrunda langa hríð. En því lengur sem hann stóð hugsandi andspænis
ráðgátunni, því þróttminni varð hann og úrræðalausari. Og allt í einu
greip hann lamandi ótti, hann vissi ekki við hvað: við sjálfan sig?
Við himin og jörð? Við konumyndina í hamrinum? — Einhver geig-
vænleg hætta steðjaði að honum, svo mikið var víst, en þar sem hann
Guðmimdur Daníelsson.