Stefnir - 01.10.1951, Side 17

Stefnir - 01.10.1951, Side 17
VÍÐSJÁ 15 hann var lemstraður. Það þurfti ekki aS vera mjög svalt til þess að hann biti í kalbrisið, eyrað sem ekki var lengur á honum, heldur hafði brotnað af höfði hans fyrir tólf árum og týnzt. Það var því ekki eingöngu vegna blygðunar •—• eins og flestir héldu — að hann bar höfuðfat sitt svo sem hann gerði, kannski meðfram að vísu, en hin ástæðan var þó sízt veigaminni: hversu kulurinn lagðist sár að týnda eyranu. Greipur herti göngu sína inn holtin. Smalaseppi Hafliða bróður hans fylgdi honum, þaut snasandi í þessa áttina eða hina, rakti spor í snjóföiinu, slóð fugls og músar, varð margs vís með sínu trýni. „Vaskur!“ kallaði maðurinn, — „láttu þér hægt, bölvaður!“ Þegar hann kom á fellið var dagskíma orðin það björt, að ljós séra Hjálmars virtist bliknað, •— leiðarljós Heiðarprestsins, þó að enn tórði það á kveiknum, vonandi að það hefði vel dugað í gær- kvöldi. Fáeinir sauðir, sem höfðu dregið sig heimundir vegna snjó- gráðans, hlupu frá húsinu þegar þeir urðu mannsins og hundsins varir, húsið var tómt þegar Greipur kom í dyrnar. Gott, þá höfðu þau tvö þó ekki borið hér beinin í nótt, hugsaði maðurinn, og hon- um létti fyrir brjósti. En hann ákvað að ganga hreint til verks úr því að hann var á annað borð lagður af stað, — halda áfram upp á Heiði og fá sannar fregnir. Á því varð nú samt dálítil töf, að hann slyppi á brott héðan, honum var víst ætlað að bæta ögn við lífs- reynsluna sína fyrst, — eins og hann var þá líka blásnauður af henni fyrir! Það var hundurinn sem snuðraði þetta upp og vísaði honum á staðinn, — Vaskur með sitt trýni, hnerrandi og geltandi réðist hann á torfubútinn og krafsaði hann niður. Hvað lá hér undir steini, — varla þó fiskur? Langa stund einblíndi Greipur Finnbogason hugstola á fund sinn, drjúpu höfði, hreyfingarlaus, eins og hann gerði bæn sína yfir gröf. Hann hafði enn ekki tekið þetta upp, varla snert það, einungis dregið það út úr holunni og flett í sundur þessari hvítu dulu, til þess að sjá hvað væri innan í henni. Og þarna lá útburðurinn við fætur hans, nakinn í snjónum, blágulur, og ofurlitiar blóðtrefjar hér og þar, — lá þarna í fósturstellingum.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.