Stefnir - 01.10.1951, Side 5

Stefnir - 01.10.1951, Side 5
VIÐSJA Landhelgin. aráttan ura stækkun landhelg- innar er nú komin á nýtt stig. Þann 3. okt. síðastliðinn féll úr gildi samningur sá, sem Dana- konungur gerði um síðustu alda- mót við Breta og takmarkaði fisk- veiðalandhelgina gagnvart brezk- um fiskimönnum við þrjá mílu- fjórðunga. íslenzk stjórnarvöld hafa fyrir nokkru hafið virkar aðgerðir í þá átt að stöðva hina gengdarlausu rányrkju fiskimiðanna umhverfis landið. Hafa botnvörpuveiðar fyr- ir Norðurlandi verið bannaðar á stóru svæði í þessu skyni -—- öll- um nema Bretum, sem óspart hafa vitnað í hinn illræmda samn- ing frá 1901. Þótt samningur þessi sé úr gildi fallinn, hefur hin stækkaða land- helgi ekki enn tekið gildi gagn- vart brezkum fiskiskipum. Hefur brezka ríkisstjórnin mjög eindreg- ið óskað eftir því, að engin breyt ing yrði gerð á landhelginni fyrr en fallinn er dómur í deilumáli þeirra og Norðmanna um land- helgina við Noreg, en sú deila hófst vegna þess, að Norðmenn ákváðu að taka upp fjögurra míln landhelgi. Einkennileg afstaða Breta. ÍSLENZKA ríkisstjórnin féllst á að verða við tilmælum Breta og bíða úrskurðar alþjóðadómstóls- ins. Enda þótt íslendingar hafi sýnt þessa tillitssemi, hefur þó hinn brezki málflytjandi í Haag ekki getað stillt sig um að vera með hnútukast til íslendinga út af þeim sjálfsögðu ráðstöfunum að reyna að koma í veg fyrir gjör- eyðingu fiskimiðanna við landið. Bretar hafa að vonum farið mjög hallloka fyrir Norðmönn- um fyrir alþjóðadómstólnum, enda hafa þeir slæman málstað. Norski málflytjandinn benti rétti-

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.