Stefnir - 01.10.1951, Page 18
56
STEFNIR
Allt í einu rankaði maðurinn við sér. Ein stök hugsun fló hvöss
og lýsandi gegnum meðvitund hans‘
„Glæpur.“
„Ekki hefði Guðrún Þórðardóttir falið afkvæmi sitt hér í nótt og
yfirgefið það, ef ekki væri um ódæðisverk að ræða,“ hugsaði maður-
inn ennfremur. Hann minntist þess og sem sagt er, að djölullinn
hjálpi þeim konum í harnsnauð, sem illt hafi í hyggju, og fyrir hans
fulltyngi megni þær að losa sig við þungann líkt og búpeningur-
inn: án sængurlegu eða sýnilegra áhrifa á líkamlega heilsu.
„En þetta gerir þó engin kona, nema hún finni sig til þess neydda,“
datt honum allt í einu í hug. „Það skyldi þó ekki vera að Jón Hafliða-
son ætti sökina, — ég og Jón fóstri?“
Greipur Finnbogason laut niður, vafði handklæðinu á ný utan um
barnslíkið og kom því fyrir í klettasmuginni á sama hátt og það
hafði áður verið, nema-hvað hann byrgði opið nú betur, svo hvorki
kæmist í bráð að því hundur eða hræfugl; hann ætlaði að halda
áfram ujjp að Heiði og vita hvers hann yrði vísari.
Hann hafði þá kynlegu tilfinningu á göngu sinni upp eftir mýr-
inni, að hann væri ekki lengur einn síns liðs, heldur hefði eignazt
félaga. Hundrað sinnum hafði hann gengið þessa leið undanfarin
tólf ár, allt frá því hann keypti lausamannsbréfið og flutti reitur
sínar til Hafliða bróður síns á Gullberastöðum, úthrópaður sem
hálfgildings morðingi, eins og hann líka var, þó að lögum yrði ekki
yfir hann komið; maður dæmdur til einsemdar af öllum. En nú
fannst honum Guðrún Þórðardóttir með einhverjum hætti vera til
sín komin, þramma hér þegjandi við hlið sér, albúin til ævilangrar
fylgdar. Hún bar eitthvað á bakinu eins og hann, gekk lotin undir
byrði. Þungur hafði Hjörtur Bjarnason reynzt-Greipi undangengin ár,
en varla mundi útburðurinn á sauðafellinu verða Guðrúnu léttbærari.
Það er fótaferð á Heiði, þegar Greip ber að Garði, — allir á fót-
um. Ketill Hjálmarsson farinn út í fjós til gegninga, Elísabet tekin
að sýsla við matseld í búri og eldhúsi. Séra Hjálmar hefur alla tíð
verið árrisull, en nú i elli hans er þessi dyggð að verða honum
hvimleiður heilsubrestur og börnum hans tveimur, þeim Katli og
Elísabetu, þreytandi raun. Þau hafa ekki svefnfrið þegar á nóttina
líður, þrusk og umgangur öldungsins fyllir gamla timburhúsið og